snúandi aftur og opið fyrir aftari hjól án safnkörfu
er skilda að nota fullvirk hlífðargleraugu.
Notkun
a)
Notið þetta tæki aðeins í dagsljósi eða ef að
vinnusvæðið er vel upplýst;
b)
Ef mögulegt er ætti að forðast að nota þetta tæki í
röku grasi. Ef tækið er samt notað í röku grasi
verður að fara sérstaklega varlega til þess að
koma í veg fyrir að notandi falli;
c)
Gangið úr skugga um að líkamsstaða notanda sé
traust ef unnið er í halla;
d)
Ýtið tækinu ekki hraðar en á gönguhraða;
e)
Vinnið ávallt þvert á halla, ekki upp eða niður
brekkur;
f)
Farið sérstaklega varlega á meðan að snúið er við
í halla;
g)
Notið þetta tæki ekki í mjög bröttum brekkum;
h)
Farið sérstaklega varlega þegar að tækinu er
snúið við eða þegar að tækið er dregið í átt að
notandanum;
i)
Stöðvið tækið á meðan að tækinu er hallað eða
lyft til þess að færa það á milli staða. Stöðvið
tækið á meðan að því er ýtt yfir fleti sem ekki eru
grasfletir og einnig á meðan að því er ýtt til og frá
vinnusvæðis;
j)
Notið tækið aldrei með biluðum eða ónýtum
tækishlífum eða öryggisútbúnaði eins og
hlíðarplötum og/eða safnkörfu;
k)
Breytið ekki grunnstillingu mótors og varist of
háan snúningshraða;
l)
Kúplið vinnueinungum og drifum frá mótor áður
en að mótorinn er gangsettur;
m)
Gangsetið eða virkið höfuðrofann ávallt varlega
og samkvæmt tilmælum framleiðanda. Athugið
ávallt að millibil á milli fóta og vinnueiningu tækis
sé nægjanlega mikið;
n)
Við gangsetningu á tæki má það ekki standa
þannig að það halli nema að nauðsynlegt sé að
lyfta því til þess að gangsetja það. Ef svo er má
einungis lyfta tækinu eins mikið og nauðsynlegt er
til þess að gangsetja það og lyftið einungis þeirri
hlið tækisins sem snýr frá notanda;
o)
Gangsetjið mótorinn ekki á meðan að staðið er
fyrir útköstunaropi þess;
p)
Farið aldrei með hendur undir snúandi hluta
tækisins. Haldið ykkur fjarri útkastopi tækis;
q)
Lyftið aldrei né haldið á tæki sem er með mótorinn
í gangi;
Geymsla og umhirða
a)
Gangið ávallt úr skugga um að allar rær, boltar og
skrúfur séu vel hertar til þess að tryggja að tækið
sé í öruggu vinnuástandi;
b)
Látið mótor tækis ávallt kólna áður en að tækið er
sett inn í lokað rými;
c)
Til þess að koma í veg fyrir bruna verður að halda
loftopum lausum við gras, hálm, mosa, lauf og
þessháttar.
d)
Athugið reglulega hvort að safnkörfueiningin er
uppnotuð eða skemmd;
e)
Yfirfarið tækið reglulega og skiptið um uppnotaða
eða skemmda hluti til öryggis;
37
IS
Si_Hi_Vertikutierer_u_Luefter_Gardol_SPK7__ 07.10.13 08:44 Seite 37