64
IS
Fylgdu alltaf öryggisupplýsingum. Þannig geturðu forðast hættu sem getur
stafað frá bruna, raflosti, slysum eða váhrifum af örbylgjuorku.
MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
Til að lágmarka hættu á bruna,
raflosti, líkamsáverkum eða váhrifa
af of mikilli örbylgjuorku þegar þú
notar tækið, skaltu fylgja grundvallar
varúðarráðstöfunum, þar með talið
eftirfarandi:
1. Viðvörun! Aldrei skal hita vökva né
annan mat í lokuðum ílátum þar sem
hætt er við að þau springi.
2. Viðvörun! Það er hættulegt öllum
öðrum en fagaðilum að þjónusta eða
gera við tækið ef slíkt felur í sér að
fjarlægja hlíf sem gefur vernd gagnvart
örbylgjuorku.
3. Börn frá 8 ára aldri og fólk með
skerta líkamlega getu, skerta heyrn/
sjón, skerta andlega getu eða án reynslu
mega eingöngu nota tækið undir eftirliti
ábyrgs einstaklings eða sé þeim kennd
örugg notkun tækisins og þau geri sér
grein fyrir öllum þeim hættum sem fylgja
notkuninni. Börn mega ekki leika sér
með tækið. Þrif og viðhald skal aldrei
gert af börnum nema þau hafi náð 8 ára
aldri og séu undir umsjón á meðan.
4. Haltu tækinu og snúrunni úr
seilingarfjarlægð barna undir 8 ára
aldri.
5. Aðeins skal nota áhöld sem eru
viðeigandi til notkunar í örbylgjuofnum.
6. Ofninn skal þrífa reglulega og allar
matarleifar skulu fjarlægðar.
7. Lestu og fylgdu sérstaklega:
ÖRYGGISREGLUR TIL AÐ KOMA Í VEG
FYRIR MÖGULEG VÁHRIF AF OF MIKILLI
ÖRBYLGJUORKU
8. Þegar þú hitar mat í plast- eða
pappírs- ílátum skaltu fylgjast með
ofninum þar sem möguleiki er á
kveikingu.
9. Ef tækið gefur frá sér reyk skaltu
slökkva á því eða taka það úr sambandi
(ekki opna hurðina – slíkt getur leitt til
þess að eldurinn blossi upp).
10. Ekki ofelda matinn.
11. Ekki nota ofnrýmið sem geymslu.
Ekki geyma hluti eins og brauð, kex og
álíka inni í ofninum.
12. Fjarlægðu alla víra og járnhandföng
frá pappírs- og/eða plast- ílátum/
pokum áður en þú setur þau í ofninn.
13. Settu upp eða staðsettu
þennan ofn aðeins í samræmi við
uppsetningarleiðbeiningarnar sem
fylgja.
14. Heil hrá egg og harðsoðin egg
má ekki hita í örbylgjuofnum þar sem
þau geta sprungið, jafnvel eftir að
örbylgjuhitun er lokið.
15. Þetta tæki er ætlað til notkunar á
heimilum og sambærilegum stöðum,
til dæmis: í starfsmannaeldhúsum
í verslunum, skrifstofum og öðrum
vinnustöðum; af gestum á hótelum,
mótelum og öðrum álíka gististöðum; á
bóndabýlum; á gistiheimilum.
16. Hafi rafmagnssnúran skemmst
skal framleiðandinn, þjónustufulltrúi
framleiðandans eða annar hæfur
fagaðili skipta um hana til að forðast
hættu.
17. Ekki geyma eða nota tækið útivið.
18. Ekki nota ofninn nálægt vatni, í