48
49
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.
Flokkaðu þvottinn sem á að strauja í samræmi við alþjóðlegu táknin á
merkimiðanum, en sé hann ekki til staðar, eftir gerð efnis. Byrjaðu á því að
strauja við lágt hitastig þær flíkur sem þess þurfa.
Það styttir biðtímann (straujárnið er fljótara að hitna en að kólna) og dregur úr
hættunni á því að efnið brennist.
GUFUSTRAUJUN
Fylltu vatnstankinn
- Gættu þess að klóin sé ekki í sambandi við rafmagn.
- Opnaðu lokið (2).
- Lyftu framenda straujárnsins til að auðvelda vatninu að renna inn án þess
að það yfirfyllist.
- Helltu vatninu rólega í tankinn með mæliskeiðinni og gættu þess að fara
ekki yfir hámarkið (um 250 ml) sem orðið „MAX“ sýnir á tanknum [2. mynd].
- Lokaðu svo tanknum (2).
AÐ VELJA HITASTIG
- Stilltu straujárninu upp lóðréttu.
- Stingdu klónni í samband við rafmagn.
- Blikkandi ljós á LED-skjánum sýnir að straujárnið er að hitna. Bíddu með að
byrja að strauja uns ljósin loga stöðugt. Sjálfgefin hitastilling er í
lágmarksstöðu á LED-skjá.
AÐ VELJA GUFU
Gufustillirinn (C) ræður því hve mikla gufu straujárnið losar.
- Stilltu gufustillinn einhvers staðar á milli lágmarks og hámarks í samræmi
við það hve mikil gufan á að vera og valið hitastig [1. mynd].
Viðvörun:
Straujárnið gefur því aðeins stöðugt frá sér gufu ef því er haldið
láréttu. Það er hægt að stöðva stöðuga gufuflæðið með því að stilla strau-
járninu upp lóðrétt eða að setja gufustillinn á „0“. Það kemur fram bæði á
LED-skjánum og í töflunni að eingöngu er hægt að nota gufu við hátt hitastig.
Sé valið hitastig of lágt geta vatnsdropar komið á plötuna.
Содержание CSJ4320S
Страница 12: ...12 2022 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 20: ...20 2022 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 28: ...28 2022 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 36: ...36 2022 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 44: ...44 2022 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 52: ...52 2022 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 53: ...53 2022 Elon Group AB All rights reserved...