67
IS
– Notaðu tækið einungis á þann hátt sem lýst er í þessum
notendaleiðbeiningum.
– Aldrei skilja tækið eftir án eftirlits þegar það er í notkun.
– Þegar djúpsteikt er með heitu lofti kemur heit gufa út um loftrásir. Haltu því
andliti og höndum í öruggri fjarlægð frá loftrásum tækisins. Farðu einnig
gætilega þegar þú losar geyminn frá tækinu (heit gufa getur lekið út).
– Allir aðgengilegir fletir geta hitnað við notkun (2. mynd).
– Taktu tækið tafarlaust úr sambandi við rafmagn ef frá því kemur dökkur
reykur. Bíddu þar til það hættir að rjúka úr tækinu áður en þú losar geyminn
frá tækinu.
VARÚÐ!
– Gakktu úr skugga um að tækið standi á láréttum, sléttum og stöðugum fleti.
– Þetta tæki er eingöngu ætlað til notkunar á heimilum. Það er ekki ætlað fyrir stærri eldhús,
svo sem á vinnustöðum, mótelum, hótelum eða gistiheimilum.
– Sé tækið notað á annan hátt en til er ætlast, til dæmis í atvinnuskyni, eða sé ekki farið eftir
notkunarleiðbeiningum í bæklingi fellur ábyrgðin úr gildi. Það þýðir einnig að við höfnum öl-
lum skaðabótakröfum sem fram gætu komið.
– Taktu rafmagnsleiðsluna alltaf úr sambandi þegar tækið er ekki í notkun.
– Leyfðu tækinu að kólna í 30 mínútur áður en það er fært til eða þrifið.
FYRIR FYRSTU NOTKUN
1. Fjarlægðu allar umbúðir.
2. Fjarlægðu alla límmiða og aðra miða af tækinu.
3. Þvoðu körfuna og geyminn með heitu vatni með uppþvottaefni og mjúkum svampi.
4. Þurrkaðu af tækinu innan- og utanverðu með rökum klút.
Í þessum loftdjúpsteikingarpotti er heitt loft notað til djúpsteikja matvælin (ekki í olíu). Settu
þar af leiðandi aldrei olíu eða djúpsteikingarolíu á tækið.
UNDIRBÚNINGUR FYRIR NOTKUN
1. Settu tækið á slétt, lárétt og stöðugt undirlag.
Gakktu úr skugga um að undirlag tækisins sé hitaþolið.
2. Settu körfuna í geyminn (3. mynd).
Ekki setja á geyminn af olíu eða annan vökva.
Ekki láta neina hluti ofan á tækið (það getur rýrt loftflæðið og þannig haft áhrif á
djúpsteikinguna).