
63
IS
TÆKNILÝSING
• Spenna: 220–240 VAC, 50 Hz
• Afl: 2000 W
• Rúmtak körfu: 5,0 lítrar
• Hitastilling: 80–200˚C
• Tímastillir (0–60 mín)
MIKILVÆGAR ÖRYGGISRÁÐSTAFANIR
Fylgdu alltaf neðangreindum öryggisleiðbeiningum við notkun á
rafmagnstækjum:
1. Lestu allar leiðbeiningar.
2. Ekki snerta heita fleti!
3. Hvorki má dýfa snúru, kló né undirstöðu í vatn eða annan
vökva (hætta á rafhöggi).
4. VIÐVÖRUN! Raftæki þetta er búið upphitunarvirkni. Allir
fletir tækisins geta orðið heitir nema þeir sem ætlaðir eru
til þess að halda í. Notaðu búnaðinn AF VARKÁRNI (heitir
fletir geta valdið brunasárum eða óþægindum). Snertu
eingöngu handfang og aðra gripfleti tækisins (notaðu ætíð
pottaleppa, grillhanska eða sambærilegt þegar tækið er
snert). Bíddu alltaf þar til tækið hefur kólnað áður en aðrir
fletir en gripfletir eru snertir.
5. Aftengdu tækið frá vegginnstungunni þegar það er ekki í
notkun og fyrir þrif á því. Láttu það kólna áður en það er
lagt til hliðar eða íhlutum bætt við á það.
6. Hafi rafmagnssnúran skemmst skal skipt um hana af
framleiðanda, þjónustufulltrúa framleiðanda eða öðrum
áþekkum einstaklingum (skemmd rafmagnssnúra er
hættuleg).