73
IS
BILANAGREINING
Vandamál
Möguleg orsök
Viðbrögð
Loftdjúpsteikingin
virkar ekki.
Tækið er ekki tengt við
rafmagn.
Settu rafmagnsklóna í jarðtengda innstungu.
Tímastillirinn hefur ekki verið
stilltur.
Stilltu tímastillinn á viðeigandi eldunartíma til að ræsa
tækið.
Matvælin eru ekki rétt
djúpsteikt.
Of mikið hráefni í körfunni.
Hafðu minna hráefni í körfunni. Minna hráefni tryggir jafnari
djúpsteikingu.
Valið hitastig er of lágt.
Stilltu hitastillinn á viðeigandi hitastillingu (sjá greinina
Stillingar í kaflanum Að nota tækið).
Eldunartíminn er of stuttur.
Stilltu tímastillinn á viðeigandi eldunartíma (sjá greinina
Stillingar í kaflanum Að nota tækið).
Hráefnið er ójafnt
djúpsteikt.
Sum matvæli þarf að hrista
þegar eldunartíminn er
hálfnaður.
Hrista þarf hráefni sem liggur í hrúgu (t.d. franskar
kartöflur) þegar eldunartíminn er hálfnaður (sjá greinina
Stillingar í kaflanum Að nota tækið).
Djúpsteikt nasl er ekki
stökkt þegar það er
tekið úr loftdjúpstei-
kingarpottinum.
Þú hefur eldað nasl sem
á að elda í hefðbundnum
djúpsteikingarpotti.
Notaðu nasl sem elda á í ofni og penslaðu það með
smávegis að olíu til að fá stökkara yfirborð.
Ekki er hægt að setja
geyminn rétt í tækið.
Of mikið hráefni í körfunni.
Ekki fylla körfuna upp fyrir MAX-merkinguna.
Körfunni er ekki rétt fyrir komið
í geyminum.
Þrýstu körfunni niður þar til smellur heyrist.
Tækið gefur frá sér
hvítan reyk.
Hráefnið sem eldað er
innheldur mikla fitu.
Ef loftdjúpsteikt eru matvæli sem innihalda mikla fitu lekur
mikið af olíu niður í geyminn. Olían myndar hvítan reyk
(og geymirinn getur orðið heitari en venjulega). Þetta hefur
hvorki áhrif á tækið né matseldina sjálfa.
Í geyminum er fita frá fyrri
loftdjúpsteikingu.
Þrífðu geyminn vandlega eftir hverja notkun (til að komast
hjá því að fitan í honum myndi hvítan reyk).
Franskar kartöflur loft-
djúpsteikjast ójafnt.
Notuð hefur verið röng tegund
af frönskum kartöflum.
Notaðu hráar kartöflur og gakktu úr skugga um að þær
haldist fastar á meðan djúpsteikt er.
Kartöfluskífurnar hafa ekki
verið skolaðar rétt fyrir
loftdjúpsteikinguna.
Skolaðu kartöflurnar vandlega til að fjarlægja alla sterkju.
Franskar kartöflur eru
ekki stökkar þegar
þær eru teknar úr
loftdjúpsteikingarpot-
tinum.
Það ræðst af því hve mikið
vatn og olíu franskar kartöflur
innihalda hve stökkar þær
verða.
Þurrkaðu kartöflurnar vandlega áður en þú penslar þær
með olíu.
Skerðu kartöflunar niður í minni bita svo þær verði stökkari.
Penslaðu þær með smávegis af olíu svo þær verði
stökkari.
RÉTT FÖRGUN Á TÆKINU
Þetta tákn gefur til kynna að vörunni skuli ekki fargað með venjulegu
heimilissorpi innan ríkja ESB. Farðu með tækið í endurvinnslu. Þannig stuðlar
þú að því að koma í veg fyrir að valda skaða á umhverfinu og heilsu manna,
auk þess sem endurnýtanlegir hlutir tækisins verða nýttir aftur. Til að skila
notuðu tæki vinsamlegast notaðu söfnunar- og skilakerfið eða hafðu samband
við smásöluaðilann þar sem þú keyptir tækið. Söluaðilinn getur endurunnið
þetta tæki á umhverfisvænan hátt.