55
IS
STAÐSETNING
Til að ná bestum árangri, skaltu ganga úr skugga um að það sé að minnsta kosti 50 mm rými
milli afturhluta ísskápsins og veggsins og að minnsta kosti 50 mm fyrir ofan ísskápinn.
Ef þú setur upp ísskápshliðina við vegg, skaltu vera viss um að skilja nægilegt rými á
hjararhliðinni til að hægt sé að opna hurðina.
Aldrei skal setja ísskáp nálægt hitagjafa eða í beint sólarljós.
Rétt staða tækis
Ísskápnum skal stillt rétt upp (hallist ekki). Ef hann er ekki rétt uppstilltur þá getur reynst
ómögulegt að loka hurðinni eða hurðin þéttlokast ekki, og það getur leitt til vandamála varðandi
myndun hríms eða raka. Það er mjög mikilvægt að ísskápurinn standi rétt (og halli ekki) til að
tryggja að hann virki eins og vera ber.
Stilltu ísskápinn af með því að snúa stillifótum á ákveðinni hlið réttsælis til að hækka hann og
rangsælis til að lækka hann.
ATH
: Biddu aðstoðarmann um að ýta upp á við utan í efri hluta ísskápsins á þeirri hlið sem þú
vilt stilla af, til að taka þyngdina af stillifótunum. Þannig er auðveldara að stilla fæturna.
FYRIR FYRSTU NOTKUN
Fjarlægðu límband og límmiða (nema kennispjald) úr ísskápnum fyrir notkun. Til að fjarlægja
leifar af límbandi eða lími skaltu nudda yfirborðið. Límbands- og límleifar er einnig hægt að
fjarlægja á auðveldan hátt með því að nudda í þær litlu magni af uppþvottalegi. Skolaðu með
heitu vatni og þurrkaðu.
Ekki nota hvöss áhöld, alkóhól, eldfim efni eða hrjúf hreinsiefni til að fjarlægja límbands- eða
límleifar. Þessi efni geta skaðað fleti ísskápsins.
Þegar þú færir ísskápinn til skaltu ekki halla honum meira en sem nemur 45° frá uppréttri stöðu.
Hreinsaðu ísskápinn fyrir fyrstu notkun eftir að hafa fjarlægt allar umbúðir (þá sérstaklega skal
fjarlægja frauðplast á milli ytri þéttis á afturhlið tækisins).
Содержание CKF2852V
Страница 7: ...7 SE Modell Elvita CKF2852V Modell Elvita CKS2852V CKS2852X...
Страница 17: ...17 NO Modell Elvita CKF2852V Modell Elvita CKS2852V CKS2852X...
Страница 27: ...27 GB Model Elvita CKF2852V Model Elvita CKS2852V CKS2852X...
Страница 37: ...37 DK Model Elvita CKF2852V Model Elvita CKS2852V CKS2852X...
Страница 47: ...47 FI Malli Elvita CKF2852V Malli Elvita CKS2852V CKS2852X...
Страница 57: ...57 IS Ger Elvita CKF2852V Ger Elvita CKS2852V CKS2852X...