34
CKB1901S
IS
FYRIR FYRSTU NOTKUN
Kannaðu hvort allur búnaður hafi fylgt og hvort hann sé óskemmdur. Fylltu vatn
upp að max.-merkingunni og helltu upp á nokkrum sinnum án þess að nota
kaffi. Helltu vatninu í burt og hreinsaðu alla færanlega hluti með heitu vatni.
NOTKUN KAFFIVÉLARINNAR
1. Opnaðu lokið á vatnhólfinu og fylltu það með hreinu drykkjarvatni (vertu
viss um að vatnið fari ekki yfir hámarksstöðuna sem er merkt á innanverðu
tækinu).
2. Settu meðfylgjandi endurnýtanlegu kaffisíuna (eða venjulega kaffisíu úr
pappír) í síuhaldarann, vertu viss um að hún sitji vel á sínum stað.
3. Settu kaffi í síuna (ein sléttfull skeið af kaffi fyrir hvern kaffibolla er venjulega
nóg). Lokaðu lokinu á vatnshólfinu.
4. Settu könnuna á hitaplötuna.
5. Settu rafmagnssnúruklónna í vegginnstunguna. Skjárinn sýnir 12:00 og ( : )
blikkar.
6. Ýttu á ræsitakkann (ON/OFF) (gaumljósið verður rauðglóandi). Uppáhelling
hefst.
7. Þú getur hætt við uppáhellingu hvenær sem á uppáhellingu stendur með
því að ýta á ræsitakkann (ON/OFF) tvisvar (uppáhellingarljósið slökknar
og RUN mun birtast á skjánum). Ýttu á ræsitakkann (ON/OFF) til að hefja
uppáhellingu aftur.
ATH!
Þú getur fjarlægt könnuna hvenær sem er meðan á uppáhellingu
stendur og hellt í bolla (það slökknar sjálfvirkt á uppáhellingu). Þú verður að
setja könnuna á sinn stað aftur innan 30 sekúndna.
8. Þegar uppáhellingu er lokið getur þú tekið könnuna og boðið upp á kaffi.
ATH!
Magnið af tilbúnu kaffi verður örlítið minna en vatnið sem hellt var í,
þar sem kaffikorgurinn gleypir við hluta af vatninu.
9. Þú getur leyft kaffinu að standa á hitaplötunni í mest 40 mínútur (ekki er
ráðlegt að geyma það lengur). Kaffið bragðast best nýlagað.
10. Slökktu á kaffivélinni og aftengdu rafmagnssnúruna frá vegginnstungunni ef
tækið verður ekki notað í lengri tíma.
S
Содержание CKB1901S
Страница 7: ...7 CKB1901S ...
Страница 13: ...13 CKB1901S ...
Страница 19: ...19 CKB1901S ...
Страница 25: ...25 CKB1901S ...
Страница 31: ...31 CKB1901S ...
Страница 37: ...37 CKB1901S ...