36
CKB1901S
IS
FJARLÆGJA KALKMYNDUN
Til að kaffivélin geti starfað á ákjósanlegan hátt er mikilvægt að fjarlægja
reglulega kalkmyndun (tíðni veltur á vatnsgæðum og hversu oft tækið er notað).
Sjá upplýsingar að neðan:
1. Fylltu vatnshólfið með vatni og kalkleysiefni upp að max.-merkingunni í
kaffivélinni. Notaðu kalkleysiefni sem sérstaklega er ætlað kaffivélum, sem
fáanlegt er í mörgum matvælabúðum.
2. Settu könnuna á hitaplötuna.
3. Ýttu á takkann ON/OFF í eitt skipti (gaumljósið fyrir BREW lýsist upp rautt).
Vatnið byrjar að drjúpa eftir skamma stund.
4. Eftir um það bil einn bolli af vatni hefur runnið í gegn skaltu slökkva á tækinu
með því að ýta á takkann ON/OFF aftur (gaumljósið BREW slokknar).
5. Slökkt skal vera á tækinu í 15 mínútur og síðan skal endurtaka þrep 3–5.
6. Ræstu tækið með því að ýta á ON/OFF takkann einu sinni og leyfðu vatninu
í vatnshólfinu að renna í gegn.
7. Skolaðu tækið með því að hella upp á kaffivélina í þrjú skipti með því að
nota eingöngu hreint vatn (ekkert kaffi).
UPPÁHELLING ÁBENDINGAR
1. Til að hella upp á gott kaffi þá verður kaffivélin að vera hrein. Þrífðu
kaffivélina reglulega samkvæmt leiðbeiningunum í kaflanum um „Þrif og
viðhald“. Notaðu ætíð kalt drykkjarvatn í kaffivélina.
2. Geymdu kaffipakkann á köldum og dimmum stað.
3. Besta kaffið færðu með því að mala kaffibaunirnar rétt fyrir uppáhellingu.
4. Ekki nota sama kaffið í fleiri en eina uppáhellingu.
5. Þrífðu kaffivélina ef kaffiolía safnast upp. Litlir olíudropar úr kaffikorginum
geta birst ofan á nýlöguðu kaffi. Dökkristað kaffi inniheldur meiri olíu.
FÖRGUN Á NOTAÐRI VÖRU
Samkvæmt lögum skal farga rafmagns- og raftæknitækjum á
endurvinnslustöðvum og vissa hluti skal endurnýta. Rafmagns- og
raftæknitæki merkt með endurvinnslutákni verður að farga á endurvinnslustöð í
sveitarfélaginu.
TÆKNIUPPLÝSINGAR
Gerð CKB1901S
Spenna: 220–240 V, 50/60 Hz, 900 W
Содержание CKB1901S
Страница 7: ...7 CKB1901S ...
Страница 13: ...13 CKB1901S ...
Страница 19: ...19 CKB1901S ...
Страница 25: ...25 CKB1901S ...
Страница 31: ...31 CKB1901S ...
Страница 37: ...37 CKB1901S ...