58
CIP2121S
IS
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
TÍMAMÆLIR
• Ýttu á stillinguna „Tímamælir“ til að virkja tímastýringuna. Þegar tímavísirinn lýsist upp og
tölurnar blikka, skaltu ýta á „+“ eða „-“ til að stilla eldunartímann. Hægt er að stilla tímann
á 1 mínútu til 3 klst.
• Eftir stillingu blikkar stilltur tími og er síðan sýndur stöðugt á skjánum. Spanhellan byrjar
að telja niður tímann.
• Þegar niðurtalning tíma nær núlli þá stöðvast hitun og það slokknar á spanhellunni.
• Ef þú stillir ekki hitunartíma þá slokknar sjálfvirkt á spanhellunni eftir ákveðinn tíma.
HALDA HEITU
• Ýttu á stillinguna „Halda heitur“ til að halda potti/pönnu heitri. Þetta viðheldur ákveðnum
hita í pottinum/pönnunni.
Ath: Í þessari stillingu er ekki hægt að stilla aflið.
HÁMARKSVIRKNI
• Stillingin „Hámarksvirkni“ virkjar strax hæsta mögulega aflið. Til að stilla tækið að nýju á
venjulegt afl skaltu ýta aftur á stillinguna „Hámarksvirkni“.
LÆSING
• Ýttu á „+“ og „-“ samtímis til að læsa spanhellunni. Læsingartáknið lýsist upp. Nú er
eingöngu hægt að nota „ON/STANDBY“ til að slökkva á spanhellunni.
Allar aðrar stillingar eru læstar.
• Til að fella út læsinguna á spanhellunni skaltu ýta samtímis í 3 sekúndur á „+“ og „-“ .
Það slokknar á læsingartákninu.
SLÖKKVA Á
• Þegar eldunartíminn er liðinn þá slokknar sjálfvirkt á spanhellunni.
• Ýttu á „ON/STANDBY“ til að slökkva á tækinu. Ath: Ekki snerta keramikplötuna þegar
„H“ birtist á skjánum. Þetta tákn þýðir að hitastigið er hátt.
Ef „L“ birtist þá er hitastigið lágt.