46
47
CIM3703X
IS
NOTKUN OG VIÐHALD
STJÓRNBORÐ
Stjórnborð: Snertiskjár sem er auðveldur í notkun með skýrri birtingu .
a) vatnsstöðumerki
b) ísstöðumerki
c) aflgjafastöðumerki
d) á/af- hnappur
e/f) sýning á ísmolastærð (S= lítil/L = stór)
g) val á ísmolastærð
AÐ TAKA ÍSVÉLINA UPP
1 . Fjarlægið allar umbúðir (innan í og utan um eininguna) . Gangið úr skugga um að ísílát
og ísskófla hafa fylgt með) . Hafið samband við söluaðila ef það vantar einhverja hluta .
2 . Fjarlægið límbandið sem heldur ísspaðanum, ísílátinu og ísskóflunni . Þrífið tankinn og
ísílátið .
3 . Staðsetjið ísvélina á slétt eldhúsborð þar sem beint sólarljós eða aðrir hitagjafar ná
ekki til hennar (þ .e . eldavél, helluborð, ofn o .s .frv .) . Gangið úr skugga um að fjarlægðin
á milli bakhliðs einingarinnar, vinstri/hægri hliðar þess og veggjar sé að minnsta kosti
10 cm .
4 . Bíðið í klukkustund áður en ísvélin er sett í samband við rafmagn (þetta gefur
kælimiðlinum tækifæri á að setjast) .
5 . Komdu tækinu fyrir þannig að alltaf sé hægt að komast að klónni .