Pag. 18 di 40
IS Handknúinn þrýstiúðari VT10 - VT10E
Þýðing á leiðbeiningum með Originale
Takk fyrir að velja Originale Volpi vöru
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Þessar notkunarleiðbeiningar eru óaðskiljanlegur hluti úðadælunnar og ætti að geyma á öruggum stað nálægt búnaðinum. Áður en úðadælan er
notuð eða viðhaldi á henni sinnt, er mælt með að upplýsingar og viðvaranir í þessum leiðbeiningum séu lesnar vandlega svo búnaðurinn sé notaður
á sem réttastan og öruggastan hátt.
VIÐVARANIR
Þessi úðadæla er ætluð til úðunar á vatnslausnum með þéttni undir 1,1 og við hitastig undir 40°C. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum frá
framleiðanda efnavörunnar sem notuð er í hvívetna. Ekki nota vörur/efni ef framleiðandi hefur ekki séð til þess að tækniblað fyrir vöruna sé fyrir
hendi.
Ekki nota dæluna með varnarefnum. Börn og ungmenni yngri en 16 ára, sem og ófrískar konur, mega ekki nota úðadæluna. Fólk með andlega
fötlun eða skynfærafötlun má aðeins nota hana undir eftirliti ábyrgðaraðila. Úðadælan er einungis hönnuð fyrir handvirka notkun. Notið úðadæluna
einungis samkvæmt leiðbeiningum. Röng notkun úðdælunnar getur haft alvarlegar afleiðingar. Notaðu ávallt hlífðarfatnað og -búnað til að hindra
snertingu við skaðlegar eða eitraðar vörur. Blandaðu lausnina í sér íláti og ekki í úðaratanknum. Lausnarduft skulu vera algerlega leysanleg og síuð.
Gæta skal að því að anda ekki að sér gufu og smádropum úr lausninni sem úðað er. Í tilvikum snertingar og innöndunar fyrir slysni, hafðu samband
við lækni. Ekki borða, drekka eða reykja við úðun. Ekki blása ofan í stútinn með munninum. Notaðu úðadæluna á vel loftræstum og lygnum
svæðum. Ekki úða á móti vindi. Haltu úðadælunni frá börnum og gæludýrum. Ekki úða nálægt vatni með fiskum. Haltu úðadælunni frá hitagjöfum og
ekki skilja hana eftir í sólarljósi eða frosti í langan tíma. Ekki losa ónotuð efni út í náttúruna. Ekki eiga við þrýstiöryggislokann. Ekki nota annan búnað
til að mynda þrýsting í úðadælunni (þjöppur, o.s.frv.). Ekki losa um festingarnar ef þrýstingur er á tanknum. Losaðu allan þrýsting áður en
úðaratankurinn er opnaður. Ekki mynda þrýsting í úðadælunni að óþörfu. Losaðu þrýsting þegar hann er ekki í notkun. Ekki eiga við eða breyta
úðadælunni á nokkurn hátt. Athugaðu ástand úðadælunnar fyrir hverja notkun. Ekki skilja úðadæluna eftir fulla af vökva með þrýstingi. Úðadælan
skal ávallt standa á láréttu og flötu yfirborði. Þvoðu hendur, andlit og fatnað eftir notkun úðadælunnar. Viðgerðir skulu eingöngu framkvæmdar af
þjónustuaðila eða viðurkenndum sérfræðingum. Notið aðeins ekta varahluti.
TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR
Framleiðandinn er ekki ábyrgur fyrir skemmdum af völdum úðadælunnar ef þær verða vegna þess að notkunarleiðbeiningum er ekki fylgt, vegna
rangrar notkunar, ranglega framkvæmdrar viðgerðar, óekta varahluta, viðgerða sem ekki eru framkvæmdar af þjónustuaðila eða sérfræðingi með
skriflegt umboð frá framleiðandanum sjálfum. Leiðbeiningarnar hér að ofan eiga einnig við um íhluti og fylgihluti.
ÚÐADÆLAN STANDSETT
Lensunni komið fyrir: Skrúfaðu lansann beint á handfangið (mynd F). Slöngunni komið fyrir: Settu (mynd E) endann á slöngunni alveg upp á tengið á
handfanginu og hertu róna með því að snúa henni réttsælis. Til að setja upp axlarólina: fylgdu leiðbeiningunum á myndinni.
TANKUR FYLLTUR
Togaðu út hnappinn á þrýstiöryggislokanum (mynd 2) til að vera viss um að ekki sé þrýstingur á tanknum og að lokinn virki rétt. Skrúfaðu úðadæluna
lausa (mynd 3) og fjarlægðu hana; helltu síðan lausninni sem búið var að blanda og sía (mynd 4) þar til hún fyllir tankinn að 2/3 hlutum. Athugaðu
hvort innri brún tanksins og þéttingin fyrir úðadæluna séu ekki hrein áður en úðadælan er skrúfuð föst réttsælis.
NOTKUNARSKILYRÐI
Losaðu handfangið af krókunum með því að snúa því lítillega rangsælis og pumpaðu 4-5 sinnum inn á milli (mynd 5). Togaðu svo í hnappinn á
þrýstiöryggislokanum og athugaðu hvort loft komi út (mynd 2). Þá geturðu haldið áfram að pumpa þar til æskilegum þrýstingi er náð, svo lengi sem
hann fer ekki yfir 3 bör (áætlað kvörðunarstig afrennslislokans). Fyrir úðun, haltu um handfangið (mynd 6); stilltu bununa eftir tegund verks með því
að snúa endanum á úðadælunni. Veldu úðunarmynstur (mynd 7). Þegar krafturinn á bununni minnkar þarf að auka aftur þrýstinginn á tanknum.
Hægt er að færa úðadæluna með handfangið fest á krókunum eða á öxlunum með þartilgerðum axlarólum. Notið sérstakan stút við illgresiseyðingu.
EFTIR NOTKUN
Haltu úðadælunni í láréttri stöðu, togaðu í hnappinn á þrýstiöryggislokanum (mynd 2) og losaðu allan þrýsting á tanknum; skrúfaðu úðadæluna
lausa og fjarlægðu hana (mynd 3). Helltu þeim vökva sem eftir er í ílát og skolaðu vel innan úr tanknum og slöngunni með hreinu vatni, sprautaðu
hreinu vatni í gegnum lensustútinn, opnaðu handfangið og athugaðu reglulega hvort sían sé í lagi og hrein. Komdu úðadælunni fyrir á hreinum,
þurrum og sólar- og frostlausum stað sem börn komast ekki að. Leggðu úðadæluna á hvolf og hafðu dælubúnaðinn lauslega skrúfaðan á.
VIÐHALD
Þéttingunum, lokanum neðan á úðadælunni, hólknum að innan og innri brún tanksins skal haldið hreinu, óskemmdu og smurðu. Ef einhver þessara
íhluta brotnar eða harðnar, þá getur það hindrað rétta virkni úðadælunnar. Gættu að því að setja íhlutina rétt saman. Ef úðinn dreifist illa, hreinsaðu
endann á úðaranum með hreinu vatni.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Hámarksrúmtak: 10 lítrar. Hámarkshiti við notkun: 1°C til 40°C. Hámarksþrýstingur við notkun: 3 bör.
ÁBYRGÐ
Þessi úðadæla er í ábyrgð samkvæmt reglum (Evrópusambandsins í 24 mánuði frá kaupum). Ábyrgðin nær til hvers kyns galla sem rekja má til
slælegra vinnubragða eða lélegs efniviðs. Vörunni er skipt eða við hana gert án endurgjalds, að ákvörðun framleiðanda, aðeins ef hún hefur verið
notuð á tilhlýðilegan hátt í samræmi við notkunarleiðbeiningarnar og ef ekki hefur verið átt við hana. Vörunni verður að fylgja sönnun um kaup.
Ábyrgðin nær ekki til vinnu, bóta fyrir atvinnutjón eða ferðakostnaðar. Ábyrgðin nær ekki til hluta sem hætt er við sliti: þéttinga, handfangs og íhluta
þeirra. Viðhaldi sem sinnt er á ábyrgðartímanum framlengir í engum tilvikum ábyrgðartímann.
Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast farið inn á
www.volpioriginale.it
Summary of Contents for VT10
Page 4: ...Pag 4 di 40 VT10 ...
Page 5: ...Pag 5 di 40 VT10 ...
Page 38: ...Pag 38 di 40 ...
Page 39: ...Pag 39 di 40 ...