60
61
(D:10) Stilling á hljóðstyrk við móttöku
Hægt er að stilla hljóðið í 5 þrepum.
• Þrýstu snöggt á hækka + (B:7.2) til að auka
tónstyrkinn um eitt þrep.
• Þrýstu snöggt á lækka Ð (B:7.3) til að lækka
tónstyrkinn um eitt þrep.
Það er einnig hægt að breyta hljóðstyrk með því
að halda viðkomandi hnappi lengur niðri. Við hver
þrepaskipti heyrist hljóðmerki og lægra hljóð þegar
lokaþrepinu er náð. Það tekur u.þ.b. 4 sekúndur frá
hæsta til lægsta þreps og öfugt. Aðeins er hægt að
breyta hljóðstyrk á meðan samtal á sér stað. Síðast
valda stilling er vistuð þegar slökkt er.
Hægt er að breyta hljóðstyrk úr farsíma ef hann styður
þá aðgerð. (Sjá leiðbeiningar um notkun farsímans.)
Hljóðdeyfir á hljóðnema (muting) hefur einungis áhrif
á hljóðið úr hljóðnema heyrnartólanna og er bara
aðgengilegur þegar hljóðtenging er virk. Hljóðdeyfing á
hljóðnema endurstillist eftir hverja tengingu.
ATH!
Hafðu hljóðstyrkinn hæfilegan þegar unnið er í
hávaðasömu umhverfi því styrkstillingin hefur áhrif á öll
viðvörunarmerki.
(D:11) Að stilla samhlustun við sendingu eða þegar
talað er í síma
Þegar samhlustun er virk heyrir þú líka þína eigin rödd
í heyrnartólunum. Fimm þrep eru á samhlustunarstyrk.
Aðeins er hægt að breyta hljóðstyrk á meðan
hljóðtenging er virk. Þegar búið er að slökkva á
aðgerðinni er einungis um samhlustun að ræða á
meðan PTT-hnappnum er þrýst inn eða ef VOX er virk
eða þegar raddhringing á sér stað um farsíma.
• Þrýstu snöggt tvisvar sinnum í röð á Á/Af-hnappinn
til að virkja samhlustun. Tenging er staðfest með
tveimur lágum tónum.
• Þrýstu snöggt á hækka + (B:7.2) til að auka
tónstyrkinn um eitt þrep. Breyting er staðfest með
stuttu tónmerki.
• Þrýstu snöggt á lækka Ð (B:7.3) til að lækka
tónstyrkinn um eitt þrep. Breyting er staðfest með
stuttu tónmerki.
Það er einnig hægt að breyta hljóðstyrk með því
að halda viðkomandi hnappi lengur niðri. Við hver
þrepaskipti heyrist hljóðmerki og lægra hljóð þegar
lokaþrepinu er náð. Það tekur u.þ.b. 4 sekúndur frá
hæsta til lægsta þreps og öfugt. Aðeins er hægt að
breyta hljóðstyrk á meðan samtal á sér stað. Síðast
valda stilling er vistuð þegar slökkt er.
• Þrýstu aftur snöggt á Á/Af-hnappinn til að aftengja
samhlustun. Eftir 15 sekúndur aftengist samhlustun
annars sjálfvirkt. Aftenging er staðfest með stuttum
háum tóni.
Valið stig er vistað og gildir jafnvel þó skipt hafi verið
um rafhlöður.
(D:12) Að flytja samtal úr heyrnartólum í síma
Þessi aðgerð er innbyggð í símtækið og því háð
símtækinu sem notað er.
(D:13) Að rjúfa samtal um tengdan síma
• Þrýstu snöggt á PTT-hnappinn (B:7.4) til að ljúka
símtali.
(D:14) Viðvörun um að rafhlaða sé að tæmast
Þegar orka hefur minnkað mjög undir lok endingartíma
rafhlaða lækkar spenna rafhlöðunnar. Þegar um 5
mínútur eru eftir af notkunartímanum láta heyrnartólin
vita með þremur stuttum og lágum tónum með hálfrar
mínútu millibili að skipta beri um rafhlöður sem fyrst.
Það slokknar sjálfkrafa á heyrnartólunum þegar
rafhlaðan er tæmd.
(D:15) Vísbending um hve langt tengingin nær
Ef samtenging hefur þegar verið framkvæmd leita
heyrnartólin sjálfvirkt að samtengdu Bluetooth-
millistykki eða síma næst þegar kveikt er á því.
Þegar Bluetooth-tenging hefur náðst heyrast tveir
tónar með hækkandi tíðni. Ef ekki er hægt að viðhalda
sambandinu heyrast tveir tónar með lækkandi tíðni.
Ekki er um neinar sjálfvirkar endurtengingartilraunir
að ræða.
Hafi verið farið lengra frá en tengingin nær eða
hún jafnvel rofnað leita heyrnartólin að samtengdu
einingunni í þrjár mínútur. Eftir það eru aðeins gerðar
endurtengingartilraunir með 15 mínútna millibili þar til
samband næst að nýju eða þar til heyrnartólin slökkva
sjálfkrafa á sér (sjá D:1 hér að ofan). Ef samband næst að
nýju heyrast tveir tónar með hækkandi tíðni en ef ekkert
samband næst eru heyrnartólin tilbúin til að ná sambandi
síðar við uppsetta Bluetooth-tengingu með samhæfða
millistykkinu eða farsímanum. Ef tenging við farsíma
rofnar á meðan Bluetooth-tenging er virk verður þó ekki
um neinar sjálfvirkar endurtengingartilraunir að ræða.
Viðvörunarmerkið (tveir tónar með lækkandi tíðni)
hverfur sjálfkrafa þegar heyrnartólin fara aftur inn á
samskiptasvæðið.
• Þrýstu snöggt á Af/Á-hnappinn (B:7.1) til að slökkva á
viðvörunarmerkinu.
• Þrýstu snöggt á einhvern hnapp á heyrnartólunum til
að gera viðvörunarmerkið virkt á ný, ef vill.
(D:16) Aðrar vísbendingar
GSM-tenging rofin
Ef símasambandið rofnar við netið heyrist
viðvörunarmerki með 10 sekúndna millibili.
Handfrjáls búnaður (Hands-free profile )
Ef sambandið byggist á handfrjálsum Bluetooth
headset profile búnaði þýða tveir tónar með lækkandi
tíðni að sambandið hefur rofnað.
(F) MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR
Nota verður heyrnartólin og stilla þau, þrífa og halda við
í samræmi við leiðbeiningar í þessum bæklingi.
Heyrnartólin og einkum þó þéttihringirnir geta orðið
Summary of Contents for MT53H7AWS2
Page 67: ...63 Notes ...
Page 68: ...64 Notes ...