78
Viðvarandi of hár blóðþrýstingur getur valdið heilsutjóni
og krefst læknismeðferðar.
Ræddu um blóðþrýstingsgildin við lækninn og segðu honum frá
því ef þú hefur tekið eftir einhverju óvenjulegu eða ert í vafa um
eitthvað varðandi blóðþrýstinginn.
Reiddu þig aldrei á eina
staka blóðþrýstingsmælingu.
Ekki breyta lyfjunum þínum undir neinum kringumstæðum
og ekki hefja lyfjameðferð án þess að ræða við lækninn þinn.
Það er ekkert
óeðlilegt
þótt niðurstöður blóðþrýstingsmælinga
séu ólíkar eftir því hvort læknir mælir blóðþrýstinginn, starfs-
maður í apóteki eða þú upp á eigin spýtur. Aðstæðurnar eru
gjörólíkar.
Hjartsláttarmælirinn nemur ekki tíðni gangráða!
Ef þú ert
ófrísk
skaltu fylgjast með blóðþrýstingnum því hann
getur breyst verulega á þessum tíma.
Gættu þess að börn handfjatli ekki tækið án eftirlits; sumir
hlutar þess eru það litlir að hægt er að gleypa þá. Hafa skal
í huga hættu á köfnun ef þessu tæki fylgja snúrur eða
slöngur.
Viðhald tækisins
Hreinsaðu tækið eingöngu með mjúkum og þurrum klút.
Þrif á handleggsborða
Það má þvo handleggsborðann sem fylgir með mælinum.
1. Fjarlægðu tengi handleggsborðans
9
af slöngunni
AT
og
togaðu varlega blöðruna útum opið á handleggsborðanum.
2. Handþvoðu handleggsborðann í sápuvatni: ekki heitara en 30 °C.
3. Þurrkaðu handleggsborðann á snúru.
4. Þræddu slönguna aftur í gegnum opið og settu blöðruna
varlega flata inn í handleggsborðann.
5. Festu tengið á slönguna.
Blaðran þarf að liggja flöt inni í handleggsborðanum, ekki
brotin saman.
Ekki nota mýkingarefni.
VIÐVÖRUN:
Handleggsborðann má hvorki þvo í þvottavél
né uppþvottavél!
VIÐVÖRUN:
Ekki þurrka handleggsborðann í þurrkara!
VIÐVÖRUN:
Undir engum kringumstæðum má þvo
blöðruna!
Nákvæmnismæling
Ráðlegt er að sannreyna nákvæmni tækisins á 2 ára fresti og
einnig ef það verður fyrir hnjaski (t.d. dettur í gólfið). Vinsamlega
hafðu samband við Artasan ehf., umboð Microlife á Íslandi, og
pantaðu nákvæmnismælingu á tækinu.
Förgun
Farga ber rafhlöðum og rafeindabúnaði í samræmi við gildandi
reglur á hverjum stað en ekki með venjulegu heimilissorpi.
9. Ábyrgð
Á tækinu er 5
ára ábyrgð
frá kaupdegi. Á þessu ábyrgðartímabili
mun Microlife meta mælinn og gera við eða skipta um gallaða vöru
án endurgjalds.
Ábyrgðin fellur úr gildi ef tækið hefur verið opnað eða breytingar
gerðar á því.
Eftirfarandi atriði eru undanskilin ábyrgðinni:
Flutningskostnaður og áhætta vegna flutnings.
Tjón af völdum rangrar notkunar eða ekki farið eftir notku-
narleiðbeiningunum.
Tjón af völdum lekandi rafhlaðna.
Tjón af völdum slyss eða misnotkunar.
Pökkun/ geymsluefni og notkunarleiðbeiningar.
Reglulegt eftirlit og viðhald (kvörðun).
Aukahlutir og hlutir sem eyðast: Rafhlöður, spennubreytir (valfr-
jálst).
Handleggsborðinn fellur undir ábyrgð á virkni (stífni blöðru) í 2 ár.
Ef þörf er á ábyrgðarþjónustu, vinsamlegast hafðu samband við
söluaðila þaðan sem varan var keypt eða þjónustuaðila Microlife.
Þú getur haft samband við þjónustuaðila Microlife í gegnum
vefsíðuna okkar:
www.microlife.com/support
Bætur eru takmarkaðar við verðmæti vörunnar. Ábyrgðin verður
veitt ef heildarvörunni er skilað með upprunalegum reikningi.
Viðgerð eða skipti innan ábyrgðar lengir ekki eða endurnýjar
ábyrgðartímann. Lagalegar kröfur og réttindi neytenda eru ekki
takmarkaðar af þessari ábyrgð.