74
6. Notkun straumbreytis
7. Villuboð
8. Öryggi, viðhald, nákvæmnismæling og förgun
• Öryggi og eftirlit
• Viðhald tækisins
• Þrif á handleggsborða
• Nákvæmnismæling
• Förgun
9. Ábyrgð
10. Tæknilýsing
Ábyrgðarskírteini (sjá bakhlið)
1. Notkun tækisins í fyrsta sinn
Ísetning rafhlaða
Þegar þú hefur tekið tækið úr umbúðunum skaltu byrja á því að
setja rafhlöðurnar í það. Rafhlöðuhólfið
7
er aftan á tækinu. Settu
rafhlöðurnar í (4 x 1.5 V, stærð AA) og gættu þess að snúa
skautum rétt.
Stilling dagsetningar og tíma
1. Eftir að nýju rafhlöðurnar eru settar í blikkar ártal á skjánum. Þú
getur stillt ártalið með því að ýta á M-hnappinn
3
. Til að
staðfesta og stilla mánuðinn, ýttu á MAM hnappinn
4
.
2. Ýttu á M-hnappinn til að stilla mánuðinn. Ýttu á MAM hnappinn
til að staðfesta og stilla dagsetningu.
3. Fylgdu leiðbeiningunum hér að ofan til að stilla dag, klukkus-
tund og mínútur.
4. Þegar þú ert búin að stilla mínútur og ýta á MAM hnappinn, þá
ertu búin að stilla tíma og dagsetningu.
5. Ef þú vilt breyta tíma og dagsetningu, ýttu og haltu inni MAM
hnappnum í u.þ.b. 3 sekúndur þangað til ártalið byrjar að blikka.
Núna getur þú sett inn ný gildi eins og er lýst hér að ofan.
Réttur handleggsborði valinn
Handleggsborðar fást í mismunandi stærðum hjá Microlife.Veldu
stærð miðað við ummál upphandleggsins (taka skal þétt mál um
miðjan upphandlegginn).
Aðlagaður handleggsborði er fáanlegur.
Notaðu eingöngu Microlife handleggsborða.
Hafðu samband við Artasan ehf., umboð Microlife á Íslandi ef
meðfylgjandi handleggsborði
8
passar ekki.
Tengdu handleggsborðann við tækið með því að stinga tengi
handleggsborðans
9
eins langt og það kemst inn í innstun-
guna
5
.
Ef þú kaupir auka Microlife handleggsborða, vinsamlegast
fjarlægðu tengið
9
af slöngunni á handleggsborðanum
AT
sem fylgir með mælinum og settu tengið inn í slönguna á
auka handleggsborðanum (gildir fyrir allar stærðir af
handleggsborða)
Veldu venjulega eða MAM stillingu
Fyrir hverja mælingu veldu venjulega (ein mæling) eða MAM still-
ingu (sjálfkrafa þrjár mælingar). Með MAM stillingu eru þrjár
mælingar gerðar sjálfkrafa í röð og niðurstaðan er svo sjálfkrafa
greind og birt á skjánum. Vegna þess að blóðþrýstingurinn svei-
flast stöðugt þá er niðurstaðan áreiðanlegri á þennan hátt heldur
en þegar ein mæling er gerð.
Til að velja MAM stillingu, ýttu á MAM hnappinn
4
þangað til
MAM-merkið
AO
birtist á skjánum. Til að skipta yfir í venjulega
mælingu (ein mæling), ýttu aftur á MAM-hnappinn þangað til
MAM-merkið hverfur.
Neðst til hægri á skjánum birtist talan 1, 2 eða 3 til að sýna
hvaða mæling er í gangi.
Það er 15 sekúndna pása á milli mælingana. Niðurtalning gefur
til kynna tímann sem er eftir.
Einstaka niðurstöður eru ekki birtar. Blóðþrýstingurinn birtist
aðeins þegar öllum þremur mælingunum er lokið.
Ekki fjarlægja handleggsborðann á milli mælinga.
Ef ein mæling skilar vafasömum niðurstöðum er sjálfkrafa mælt
í fjórða sinn.
2. Gátlisti fyrir áreiðanlega mælingu
Forðastu að hreyfa þig, borða eða reykja rétt áður en mælt er.
Sestu á stól með baki og slakaðu á í 5 mínútur. Hafðu fæturnar
á gólfinu, ekki krossleggja fætur.
Mældu alltaf sama handlegg
(að jafnaði þann vinstri). Mælt er
með því að læknar mæli báða handleggi við fyrstu skoðun
sjúklings svo unnt sé að ákveða hvaða handlegg skuli mæla í
framtíðinni. Mæla skal þann handlegg sem hefur hærri
blóðþrýsting.
Stærð handleggsborða Ummál upphandleggs
S
17 - 22 cm
M
22 - 32 cm
M - L
22 - 42 cm
L
32 - 42 cm
L - XL
32 - 52 cm