45
Umhverfisvandamál
VIÐVÖRUN!: Hættulegt er að láta einhvern
annan en hæfan aðila sjá um þjónustu eða
viðgerðir í tilfellum þar sem nauðsynlegt er að
fjarlægja hlífina sem verndar gegn örbylgjum.
VIÐVÖRUN!: Ef ofninum er ekki haldið
hreinum getur það valdið því að yfirborð hans
skemmist og þannig haft áhrif á endingu
ofnsins og jafnvel valdið hættu.
VIÐVÖRUN!: Hreinsa skal ofninn reglulega
og fjarlægja matarleifar.
VIÐVÖRUN!: Tryggið að slökkt sé á tækinu
og að það hafi verið tekið úr samband frá
aflveitu áður en viðhald er gert vegna hættu á
raflosti. Notið aldrei gufuhreinsitæki.
VIÐVÖRUN!: Notið ekki slípandi hreinsiefni
eða áhöld til að þrífa glerið á ofnhurðinni því
þau geta rispað yfirborðið sem gæti orðið til
þess að glerið springur.
Tryggið að tækið sé látið kólna niður áður
en hreinsun eða viðhald er gert. - hætta á
brunasárum
VIÐVÖRUN!: Slökkvið á tækinu áður en
skipt er um peru vegna hættu á raflosti.
FÖRGUN UMBÚÐAEFNIS
Pökkunarefnið er 100% endurvinnanlegt og er merkt með
endurvinnslutákninu.
Mismunandi hlutum umbúðanna skal farga á ábyrgan hátt og í
samræmi við staðarbundnar reglugerðir sem eiga við um förgun
úrgangs.
FÖRGUN NOTAÐRA RAFTÆKJA
Þetta raftæki er framleitt úr endurvinnanlegum og endurnýtanlegum
efnum. Fargið því í samræmi við gildandi reglugerðir um förgun
úrgangs. Nánari upplýsingar um meðhöndlun, endurnýjun og
endurvinnslu rafknúinna heimilistækja má fá hjá yfirvöldum,
úrgangssöfnunarþjónustu heimilisúrgangs eða versluninni sem
tækið var keypt í. Þetta tæki er merkt í samræmi við tilskipun
Evrópusambandsins um rafrænan úrgang 2012/19/EB, (WEEE). Með því
að tryggja að tækinu sé fargað á réttan hátt aðstoðar þú við að koma í
veg fyrir neikvæðar afleiðingar á umhverfi og heilsu.
Táknið
á tækinu eða meðfylgjandi gögnum gefur til kynna að
tækið skal ekki telja sem heimilisúrgang og að velja skuli viðeigandi
sorpstöð til að endurvinna rafbúnað.
ÁBENDINGAR UM ORKUSPARNAÐ
Forhitið ekki ofninn nema það sé tekið fram í eldunartöflunni fyrir
uppskriftina. Notið bökunarform sem eru með dökkum lit eða glerung
því þau draga betur í sig hita. Matvæli sem þurfa lengri eldunartíma
halda áfram að eldast jafnvel þó slökkt sé á ofninum.
n
ÍSLENSKA
Summary of Contents for MATTRADITION
Page 2: ......
Page 88: ...88 0 3 3 8 8 850 mm...
Page 89: ...89...
Page 90: ...90 100 2012 19 WEEE n...
Page 91: ...91 Ikea of Sweden AB SE 343 81 lmhult Sweden 3...
Page 97: ...97 0 3 3 8 8 850 mm bed breakfast...
Page 98: ...98 100 2012 19 n...
Page 99: ...99 Ikea of Sweden AB SE 343 81 lmhult Sweden 3 mm...
Page 112: ...112 3 3 8 8 850...
Page 113: ...113...
Page 114: ...114 2012 19 EC WEEE n...
Page 115: ...115 Ikea of Sweden AB SE 343 81 lmhult Sweden 3...
Page 121: ...121...
Page 123: ......
Page 124: ...400011457670 400011457670 Inter IKEA Systems B V 2020 18535 AA 2237680 1...