24
Íslenska
Börn frá 8 ára aldri og fólk með skert skynbragð, líkamlega
eða andlega getu, geta notað þetta tæki ef þau eru undir
eftirliti eða hafa fengið leiðbeiningar frá einstaklingi, sem
er ábyrgur fyrir öryggi þeirra, um hvernig á að nota tækið á
öruggan hátt og að það skilji hætturnar sem því fylgir. Börn
eiga ekki að leika sér með tækið.
Börn eiga ekki að sjá um þrif og viðhald nema undir eftirliti.
Upprunalegar leiðbeiningar fyrir FAMMARP
Hægindastóll með takkastýrðu rafknúnu baki og
skemli.
Einungis má nota vöruna með aflgjafanum sem
fylgir.
Hver sem ber ábyrgð á uppsetningu og notkun
þessa hægindastóls eða viðhaldi og viðgerð, ætti að
lesa þessar leiðbeiningar vandlega.
Geymdu leiðbeiningarnar nálægt FAMMARP
sófaeiningunum.
Uppsetningarleiðbeiningar
• Hægindastóllinn og aðrar FAMMARP sófaeiningar
á að setja saman samkvæmt aðskildum
samsetningarleiðbeiningum.
•
Fjarlægðu aflgjafann og settu hann á gólfið. Stilltu
upp rafmagnssnúrunum þannig að þær skemmist
ekki.
• Stjórnhnappar eru staðsettir hægra megin á
sætinu.
• Stingdu rafmagnssnúrunni í samband við
vegginnstungu.
ATHUGAÐU!
Rafmagnssnúran verður að liggja
þannig að hún geti færst til.
• Hægindastólaeiningin er tilbúin til notkunar.
Mótorinn stöðvast sjálfkrafa þegar stóllinn hefur
náð lægstu eða hæstu stöðu.
Hægindastólaeiningin í notkun
Aðeins má nota hægindastólaeininguna innandyra
og á þurrum svæðum og sem almennt húsgagn
með stillanlegum eiginleikum.
Það má ekki ofhlaða sófann - hámarksþyngd er
136 kg/300 lbs. Hægt er að láta mótorinn ganga í
mest 2 mínútur samfleytt. Eftir það þarf að hvíla
hann í u.þ.b. 18 mínútur.
LEIÐBEININGAR
Fylgdu leiðbeiningunum þegar þú stillir stöðu sætis:
Stjórnhnapparnir eru staðsettir hægra megin við
þig þegar þú situr.
1. Gættu þess að það sé engin fyrirstaða þannig að
hægt sé að stilla stöðu einingarinnar.
2. Ýttu á annan stjórnhnappinn til að stilla stöðu
einingarinnar. Fremri hnappinn til að lækka hann
og aftari hnappinn til að færa bakið í upprétta
stöðu.
VIÐVÖRUN
• Ekki leyfa börnunum að leika sér á eða nota
hnappana á rafknúna húsgagninu.
• Skemillinn leggst saman þegar hægindastóllinn
fer í upprétta stöðu, og gæti því skaðað barn.
Skildu hægindastólinn alltaf eftir í uppréttri stöðu.
Haltu höndum og fótum frá búnaðinum. Aðeins
einstaklingurinn sem situr í hægindastólnum á að
stýra honum.
Summary of Contents for 394.289.92
Page 1: ...FAMMARP ...
Page 2: ......