IS
-2
IS
ÁSETNING _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
1)
Á öruggu og ómenguðu svæði, setjið blásarann saman og athugið fyrst hvort hann virki eðlilega. Tryggið öruggt loftflæði (sjá leiðbeiningar með blásara).
2)
Gerið suðuhjálminn kláran (sjá fyrrnefndan kafla).
3)
Tengið loftslönguna blásaramegin í rauða tengið ofan á blásaranum með því að láta stangirnar á henni nema við raufarnar í tenginu. Læsið loftslöngunni með því að snúa tenginu réttsælis í 90 gráður þar til það smellur í. Athugið
hvort slangan sé örugglega föst með því að toga í samskeytin. Setjið valkvæðu hlífina á.
4)
Kveikið á blásaranum.
5) Með blásarann í gangi, stingið loftslöngunni í samband við suðuhjálminn.
6)
Setjið á ykkur blásarann.
7) Setjið á ykkur suðuhjálminn og komið honum fyrir á höfðinu. Til að þrengja hjálminn, ýtið inn hömluhakinu og snúið þar til höfuðólin passar vel og þægilega.
8)
Togið andlitsgrímuna niður fyrir höku.
9)
Ef eldvörnin er notuð, setjið hana á þannig að hún þeki axlir eða girt ofan í eldtraustan jakka.
VARÚÐ
Notið ekki RPD ef o-hringina í loftslönguna vantara eða þeir eru skemmdir.
VIÐ NOTKUN ___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Nú má fara inn á svæðið sem ætlunin er að nota rafknúna öndunarsíubúnaðinn.
VARÚÐ
Farið strax af vinnusvæðinu og/eða skiptið um RPD ef;
1. öndun verður erfið;
2. fundið er fyrir svima eða öðrum óþægindum;
3. RPD er skemmt;
4. skermurinn fyllist af móðu
5. loftflæði í öndunarbúnaðinn minnkar verulega eða stöðvast; eða
6. viðvörunarmerki birtist, ef við á (sjá leiðbeiningar með blásara).
Komi eitthvað af þessu upp og mengaða svæðið er ekki yfirgefið er hætta á innöndun mengunarefna í skaðlegu magni sem getur leitt til alvarlegs tjóns, veikinda eða dauða.
EFTER NOTKUN ________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
RPD tekið af
Til að slökkva á öndunarbúnaðinum, ýtið á og haldið inni hringlaga aflrofanum í 3 sekúndur þar til hann gefur frá sér píp og slekkur á sér. Til að taka hjálminn af, losið um hömluhakið á höfuðbúnaðinum, togið hálsþéttinguna af hökunni
og fjarlægið hjálminn af höfðinu
VARÚÐ
Farið af mengaða svæðinu áður en öndunarbúnaður er fjarlægður. Sé ekki farið að þessum fyrirmælum getur það leitt til líkamstjóns, veikinda eða dauða.
Hreinsun
ADF og hlífðarglerið skulu hreinsuð reglulega með mjúkum klút. Notið ekki hreinsiefni, leysiefni, alkóhól eða ræstiefni. Rispuðu eða skemmdu gleri skal skipt út.
Hreinsið hjálm með mildri hreinsilausn (s.s. uppþvottalegi eða EPI-US vöru (P/N 1779065) og klút eða svampi sem myndar ekki ló. Skolið yfirborð vandlega með hreinu vatni (notið ekki leysiefni). Hreinsið andlitsgrímuna eða ytri vörnina
ef mögulegt eða skiptið um ef skemmt eða skítugt. Hreinsið innra byrði hjálmsins með sótthreinsiefni.
Þurrkið alla hluta og loftslönguna með hreinum klút sem myndar ekki ló og/eða látið þorna á hreinum stað sem er laus við ryk og agnir. Gangið úr skugga um að allir hlutar séu þurrir áður en öndunarbúnaðurinn er notaður aftur.
ATHUGIÐ
Ráðlegt er að suðuhjálmurinn sé notaður af einni manneskju.
GEYMSLA__________________________________________________________________________________________________________________________________________
Hámarksgeymsluþol er 3 ár ef rétt við haldið og geymt í upprunalegum, þurrum og óskemmdum umbúðum við -20 - +80°C og allt að 90% raka. Geymið hjálminn fjarri beinu sólarljósi og ryki í upprunalegum umbúðum eða innsigluðum.
VIÐHALD ___________________________________________________________________________________________________________________________________
Viðhaldi, hreinsun og skiptum eða viðgerðum skal aðeins sinnt af starfsfólki sem þekkir til þessara notkunarleiðbeininga og rafknúins öndunarsíubúnaðar og skal aðeins nota varahluti frá framleiðanda búnaðarins.
Fyrir notkun: Athugið virkni kerfisins.
Eftir notkun: Hreinsið og sótthreinsið kerfið. Athugið virkni kerfisins.
SKIPT UM HLÍFÐARGLER (mynd 2)
1)
Ýtið fyrst inn annarri hliðarklemmunni til að losa glerið og fjarlægið.
2)
Festið nýtt hlífðargler á aðra hliðarklemmuna.
3)
Togið hlífina yfir á hina hliðarklemmuna og smellið á. Það þarf að setja dálítinn þrýsting á hlífðarglerið til að þétta pakkninguna.
RAFHLÖÐUSKIPTI (mynd 3)
ADF er með skiptanlega liþíum-rafhlöðu, gerð CR2032. Skipta þarf um rafhlöðu þegar grænt LED-ljós blikkar á ADF. Skipt um rafhlöðu:
1)
Fjarlægið rafhlöðuhlífina varlega.
2)
Fjarlægið rafhlöðurnar og fargið í samræmi við gildandi reglur um sérstakan úrgang.
3)
Setjið í rafhlöður af gerðinni CR2032 og gætið þess að skautunin sé rétt.
4)
Setjið rafhlöðuhlífina varlega aftur á. Ef ADF dökknar ekki þegar kveikt er á suðuboganum, athugið hvort rafhlöður snúi rétt.
5) Til að athuga hvort rafhlöður séu hlaðnar, haldið ADF upp að björtu ljósi. Ef grænt LED-ljós blikkar skal skipta strax um rafhlöður.
6)
Ef ADF virkar ekki rétt, og búið er að athuga hvort rafhlöður snúi rétt, skal hætta að nota ADF.
Geymsla, geymsluþol og förgun
Notkun WEEE-táknsins merkir að vöruna má ekki farga með heimilisúrgangi. Með því að tryggja að vörunni sé rétt fargað er hjálpað til við að vernda umhverfið. Fyrir nánari upplýsingar um endurvinnslu þessarar vöru, hafið
samband við viðkomandi stjórnvald, móttökustöð fyrir úrgang eða verslunina þar sem varan var keypt.
SKIPT UM INNRI HLÍFÐARGLER (mynd 4)
1)
Losið um spennufjöðrina á hægri hlið ADF.
2)
Fjarlægið innra hlífðarglerið.
3)
Setjið nýtt gler innan í, fyrst vinstra megin, svo hægra megin, og tryggið að báðir flipar ADF séu fastir.
SKIPT UM HÁLSÞÉTTINGU (mynd 5)
1)
Fjarlægið spennuflipana á hálsþéttingunni á hvorri hlið höfuðbúnaðarins.
2)
Losið hálsþéttinguna varlega af riflásnum við jaðar hjálmsins.
3)
Til að setja nýja hálsþéttingu, stillið afstöðu hennar rétt miðað við hjálminn og þrýstið henni þétt að riflásnum allan hringinn.
SKIPT UM ADF (mynd 6)
1)
Togið út verndarstigshúninn.
2)
Fjarlægið rafhlöðuhlífina varlega.
3)
Opnið spennufjöður ADF.
4)
Ýtið ADF varlega til hliðar.
5) Losið gervihnöttinn.
6)
Togið gervihnöttinn út um gatið á hjálminum.
7) Snúið gervihnettinum í 90° og ýtið í gegnum gatið á hjálminum.
8)
Fjarlægið ADF.
9)
Setjið nýja ADF í með því að fylgja skrefunum að ofan í öfugri röð.
Summary of Contents for PA810EU
Page 4: ...1 2 3 ...
Page 5: ...4 5 6 ...