IS
-1
IS
HONEYWELL NORTH
PRIMAIR 800 LÍNAN AF LOGSUÐUHJÁLMUM
KYNNING _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Honeywell North Primair 800 Series (PA810EU) er suðuhjálmur hannaður fyrir suðu- og slípivinnu að gas- og geislasuðu undanskildum. Suðuhjálmurinn er hluti af Primair 500 Series eða Primair 700 Series rafknúnum öndunarsíubúnaði.
Notað með viðurkenndum síum frá Honeywell North og viðurkenndum blásara frá Honeywell North veitir suðuhjálmurinn öndunarvörn gegn ögnum ásamt því að verja augu og andlit. Sjá notkunarleiðbeiningar með viðkomandi
blásarategund til að tryggja rétta vörn suðuhjálmsins.
Lesið þessar notkunarleiðbeiningar vandlega fyrir notkun og fylgið þeim við notkun öndunarbúnaðarins. Sjá einnig notkunarleiðbeiningar með Primair 500 Series eða 700 Series og einnig með síunni. Þér skal aðeins vera heimilt að nota
lausan öndunarbúnað eftir að hafa lokið þjálfun og með því að fylgja gildandi reglum um öryggi og heilsuvernd.
HONEYWELL RESPIRATORY SAFETY PRODUCTS vinnur stöðugt að því að bæta vörur sínar og búnaður getur breyst án fyrirvara. Þannig geta upplýsingar, skýringarmyndir og lýsingar í þessu skjali ekki verið notaðar sem forsenda til að
krefjast nýs búnaðar, nema ábyrgðarskilmálar kveði á um annað.
Ráðleggingar innan rammanna hafa eftirfarandi merkingu:
ATHUGIÐ
Verklag og aðferðir sem eru taldar nógu mikilvægar til að leggja áherslu á.
VARÚÐ
Verklag og aðferðir sem, ef ekki er farið eftir, setja notandann í hættu á alvarlegum meiðslum, veikindum eða dauða.
TAKMARKANIR VARNAR OG NOTKUNAR ______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Þessar leiðbeiningar eru fyrir reynt starfsfólk sem hefur fengið þjálfun og er vant að nota öndunarbúnað. Notandi skal lesa, skilja og fylgja þessum leiðbeiningum í hvívetna fyrir notkun öndunarbúnaðarins. HONEYWELL RESPIRATORY
SAFETY PRODUCTS gengst ekki við neinni ábyrgð ef leiðbeiningum í þessu skjali er ekki fylgt.
Hjálmurinn ver augun fyrir útfjólubláum og innrauðum geislum, burtséð frá birtustigi. Notið einnig viðeigandi hlífðarfatnað til að verja aðra líkamshluta. Við sumar aðstæður geta agnir og efni sem losnar um við suðu vakið ofnæmisviðbrögð
í húð hjá fólki við endurtekna snertingu. Efni sem komast í snertingu við húð geta framkallað ofnæmisviðbrögð hjá fólki með næma húð. Ef viðbótarvarnar fyrir líkama er óskað má festa leðurvörn eða höfuð-/hálsvörn á 800 Series
suðuhjálminn.
VARÚÐ
1)
Sé ekki farið að þessum leiðbeiningum og viðvörunum getur það leitt til váhrifa frá skaðlegum efnum, útsett notandann fyrir hættu á alvarlegum meiðslum, veikindum eða dauða.
2)
Notið þennan öndunarbúnað einungis með viðurkenndum síum fyrir þau tilteknu efni sem verjast þarf.
3)
Notið þennan öndunarbúnað aldrei til að:
•
framkvæma eða fylgjast með sandblæstri;
•
Slökkva eld;
•
Í lofti þar sem styrkur súrefnis er minna en 17% af rúmmáli við sjávarmál;
•
Í lofti þar sem styrkur eiturefna er óþekktur eða geta stofnað heilsu eða lífi í bráða hættu.
4)
Þessi öndunarbúnaður ver ekki óvarin svæði í andliti eða á líkama fyrir ögnum. Notið sérstaka vörn fyrir hendur og/eða líkama.
5)
Notið ekki búnaðinn með slökkt á blásaranum. Hann veitir enga öndunarvörn ef slökkt er á honum. Styrkur koltvísýrings getur aukist hratt og súrefni klárast innan öndunarbúnaðarins.
6)
Mikið öndunarálag samfara miklu vinnuálagi getur orsakað undirþrýsting í búnaðinum.
7)
Notið ekki í miklum vindi. Vindur getur haft áhrif á vörn.
8)
Búnaðurinn inniheldur rafmagnshluta sem getur kviknað í við eldfim eða sprengifim skilyrði.
9)
Ekki breyta búnaðinum á neinn hátt. Breytingar, þ.m.t. málun, merking eða notkun óviðurkenndra varahluta getur dregið úr vörn og útsett notandann fyrir hættu á veikindum, líkamstjóni eða dauða.
10)
Notkun varahluta, íhluta eða viðbóta annarra en þeirra sem framleidd eru af HONEYWELL RESPIRATORY SAFETY PRODUCTS geta haft áhrif á virkni kerfisins, skemmt búnaðinn og skaðað heilsu notandans.
11)
HONEYWELL RESPIRATORY SAFETY PRODUCTS gengst ekki við neinni ábyrgð þegar suðuhjálmurinn er notaður í öðrum en tilætluðum tilgangi. Hjálmurinn hentar fyrir alla venjulega suðuvinnu, að gas- og
geislasuðu undanskilinni. Athugið ráðlagt verndarstig samkvæmt EN 169:2002 á kápunni.
LEIÐBEININGAR FYRIR NOTKUN _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Skoðun
Athugið með slit eða skemmdir á suðuhjálminum. Ef hluta öndunarbúnaðarins vantar, hann er skemmdur eða slitinn, skiptið um hann eða merkið hann og takið úr notkun. Sannreynið sérstaklega að:
•
Skermurinn og síurnar ásamt blásaranum veiti þá vörn sem hættuflokkun aðstæðna krefst.
•
Síurnar séu festar við blásarann.
• Blásarinn virki rétt; athugið (sjá leiðbeiningar með blásaranum):
Ƕ
með nægilegt loftmagn,
Ƕ
að rafhlaða sé fullhlaðin,
Ƕ
viðvörunarmerki, ef við á.
UPPSETNING SUÐUHJÁLMSINS ______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Sjá töflu yfir birtustig samkvæmt EN 169:2002 fyrir ráðlagða kvarðatölu við rafsuðu eða loftbogaskurð (mynd 1).
HÆÐARSTILLING HÖFUÐBEISLIS
Stillið höfuðbúnaðinn þannig af að höfuðfestingin hvíli þægilega fyrir ofan eyrun og svitaböndin hvíli á enninu. Lagið til með að draga út splittið og renna hlutunum tveimur sundur eða saman. Ýtið splittinu aftur inn.
FJARLÆGÐ MILLI AUGNA OG HJÁLMS
Til að stilla fjarlægðina á milli sjálfvirku birtufilmunnar (ADF) og augnanna, losið lítillega um lásahúnana. Stillið báðar hliðar jafnt og haldið réttum. Herðið lásahúnana aftur. Notið snúningshúnana til að stilla afstöðu hjálmsins.
BIRTUSTIG
Birtustiginu má breyta með því að snúa húninum úr SL8 í SL12 í samræmi við staðalinn EN 379:2003+A1:2009.
SLÍPIHAMUR
Í slípiham er slökkt á ADF og birtustigið stillt á 2,5. Þetta auðveldar til að muna að sjá vinnuna án þess að þurfa að lyfta hjálminum.
Til að kveikja á slípiham, ýtið á slípitakkanum utan á hjálminum. Þegar ADF er í slípiham fer rautt LED-ljós að blikka inni í hjálminum. Til að slökkva á slípiham, ýtið aftur á slípitakkann. Eftir 10 mínútur slokknar sjálfkrafa á slípihamnum.
NÆMI
Notið næmishúninn til að stilla ljósnæmi til samræmis við umhverfið. „Super High“ er sjálfgefin ljósnæmisstilling.
GREININGARAFSTAÐA
Næmissleðinn stjórnar sjónsviði ljósnæmis. Sleðinn er framan á ADF og má setja í eina af tveimur stöðum.
1) Í víðham (<-->): er sjónsviðið 80 gráður.
2) Í mjóham (-><-): er sjónsviðið 60 gráður.
TÖF
„Delay“-stýringin innan í ADF gerir kleift að tefja lýsingu frá 0,05 til 1 sekúndu. Stillið lengd tafar með því að snúa húninum innan í ADF.
SVEFNHAMUR
ADF slekkur á sér sjálfkrafa, sem lengir líf rafhlöðunnar. Ef ADF nemur ekki ljós yfir 1 lúxi í u.þ.b. 10 mínútur skiptir það sjálfkrafa yfir í rafhlöðusparnað. Til að kvikni aftur á ADF þarf það að vera í dagsljósi í stuttan tíma. Ef ekki kviknar á
ADF eða það dökknar ekki þegar kveikt er á suðuboga, þarf að skipta um rafhlöður.
VARÚÐ
Athugaðu virkni ADF áður en byrjað er að sjóða. Ef ADF virkar ekki, skiptið um rafhlöður eða ADF. Ef ekki er skipt um bilað ADF getur það leitt til alvarlegs líkamstjóns.
VALKVÆÐAR VIÐBÆTUR ______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Háls- og brjóstvörn
Til að festa háls- og brjóstvörnina, þrýstið báðum gúmmíflipum á höfuðvörninni yfir hvora brún á loftinntaki hjálmsins. Festið hálsvörnina á frönsku rennilásana tvo undir höfuðvörninni.
Til að festa brjóstvörnina, ýtið þétt á allan gúmmíflipann á brjóstvörninni yfir fremri brún suðuhjálmsins.
Loftslönguhlíf
Til að verja loftslönguna fyrir neistum, höggum og hita, notið meðfylgjandi hlíf. Hlífin fer yfir loftslönguna áður en slangan er tengd við blásarann eða hjálminn. Notið riflásólarnar til að halda þeim föstum.
Summary of Contents for PA810EU
Page 4: ...1 2 3 ...
Page 5: ...4 5 6 ...