50
51
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
RÁÐLEGGINGAR UM STRAUJUN
Við mælum með því að þú strauir efni með palljettum, bróderíi, flosi o.s.frv.
við lægsta hitastig.
Sé um blandað vefjarefni að ræða (t.d. 40% bómull og 60% gerviefni) seturðu
hitastillinn á rétt hitastig miðað við það efni sem þolir minnstan hita.
Ef þú veist ekki um hvaða efni er að ræða geturðu fundið út hæfilegt hitastig
með því að strauja horn flíkurinnar sem ekki sést. Byrjaðu með lágan hita og
hækkaðu hann svo þar til rétt hitastig næst.
Ekki strauja fleti með svitablettum eða öðrum blettum (hitinn frá straufletinum
brennir blettina inn í efnið og þá er ekki hægt að fjarlægja þá).
Áferðar- og frágangsefni verða áhrifaríkari ef straujað er með þurru straujárni
við vægan hita (of mikill hiti brennir efnið og þá er hætta á gulum flekkjum).
Straujaðu fatnað úr silki, ull og gerviefnum á röngunni (til að forðast að þau
fari að glansa).
Straujaðu flíkina í alltaf í sömu átt (fylgdu trefjunum) og ekki þrýsta á
straujárnið (til að forðast að hún fari að glansa).
Því meira sem sett er í þvottavélina, þeim mun krumpaðri verða flíkurnar eftir
þvott. Það sama á við ef snúningshrapinn er of mikill við þurrkun.
Það er auðveldar að strauja ýmis efni þegar þau hafa ekki alveg náð að
þorna.
Silki verður til dæmis alltaf að vera rakt þegar það er straujað.
Summary of Contents for CSJ1250S
Page 12: ...12 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Page 20: ...20 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Page 28: ...28 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Page 36: ...36 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Page 44: ...44 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Page 52: ...52 2021 Elon Group AB All rights reserved...