48
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
DROPASTOPPKERFI
Það er dropastoppkerfi straujárnsins að þakka að hægt er að strauja jafnvel
viðkvæmustu vefjarefni án vandkvæða.
Þannig vefjarefni á alltaf að strauja með lágum hita. Strauflöturinn getur
kólnað það mikið að í stað gufu koma út dropar af sjóðandi vatni sem
geta skilið eftir ummerki og bletti. Þegar þetta gerist fer dropastoppkerfið
sjálfvirkt í gang til að koma í veg fyrir uppgufun þannig að hægt er að strauja
viðkvæmustu vefjarefni án hættu á að þau skemmist eða fái bletti.
SJÁLFVIRK LOKUN
Sjálfvirka lokunarkerfið virkjast þegar straujárnið hefur staðið í um 8 mínútur í
uppréttri stöðu eða hefur ekki verið notað í hálfa mínútu í láréttri stöðu. Gátljós
kviknar til að sýna að slökkt sé á straujárninu. Um leið og straujárnið er snert
á ný hættir lokunin sjálfvirkt og hægt er að nota straujárnið að nýju.
ALMENNAR LEIÐBEININGAR
Í fyrsta sinn sem straujárnið er notað getur það gefið frá sér smávegis reyk og
hljóð þegar plasthlutir þess þenjast út (Þetta er eðlilegt og stendur aðeins yfir í
stutta stund). Við mælum líka með því að straujárninu sé strokið yfir venjulega
tusku áður en það er notað í fyrsta sinn.
UNDIRBÚNINGUR
Flokkaðu þvottinn sem á að strauja og raðaðu flíkunum samkvæmt táknum á
þvottamerkinu (sé það ekki til staðar flokkarðu flíkurnar eftir tegund). Byrjaðu
á því að strauja þá flík sem þolir minnstan hita.
ÞVOTTAMIÐI
GERÐ EFNIS
STILLING HITASTILLIS
gerviefni
·
lágt hitastig
silki/ull
··
meðalhátt hitastig
bómull/lín
···
hátt hitastig
Efni sem ekki má strauja
Summary of Contents for CSJ1250S
Page 12: ...12 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Page 20: ...20 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Page 28: ...28 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Page 36: ...36 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Page 44: ...44 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Page 52: ...52 2021 Elon Group AB All rights reserved...