49
CKK2076X | CKK2151X
IS
FJARLÆGJA KALK/STEINEFNALÖG
Til að kaffisuðuvélin geti virkað á hagkvæman hátt skaltu fjarlægja reglulega kalk/
steinefnalög sem vatnið skilur eftir, þá reglulega samkvæmt vatnsgæðum á þínu
svæði og hversu oft tækið er notað.
1. Til að fjarlægja kalk/steinefnalög skaltu fylla kaffisuðuvélina með ediki upp að 4
bolla merkingunni og bæta siðan við vatni upp að 6 (Helena 2.0) / 12 (Helena
4.1) bollamerkingunni. Samanlögð blanda skal ekki vera umfram 6 / 12 bollar.
Vertu viss um að allir hlutar séu á sínum stað og vertu viss um að lokið sé rétt
og tryggilega sett á.
2. Tengdu rafmagnssnúruna við vegginnstungu. Láttu tækið ganga venjulegt ferli.
Þegar það er búið skaltu hella niður ediks/vatns blöndunni.
3. Keyrðu síðan eitt ferli með köldu hreinu vatni (án ediks) gegnum tækið áður en
þú notar það aftur til uppáhellingar á kaffi.
UMHVERFI
Þetta tákn á vörunni eða leiðbeiningunum þýðir að rafmagns- og
rafeindatæki skal losa aðskilin frá öðru heimilissorpi þegar þau eru úr
sér gengin.
Evrópusambandið hefur aðgreint sorpsöfnunarkerfi, hafðu samband
við söluaðilann í nágrenninu eða yfirvöld til að fá frekari upplýsingar.
Þetta tákn á umbúðum vörunnar þýðir að hægt er að endurvinna
umbúðirnar.
LÖGGJÖF OG ÖRYGGI
Þetta tákn má finna á vörunni og í handbókinni og vísar til þess að hún
uppfyllir evrópskar öryggis- og rafsegulsviðskröfur. Þessi vara hefur
verið framleidd samkvæmt gildandi löggjöf um rafsegulsvið (EMF)
sem þýðir að óhætt er að nota það samkvæmt öryggisleiðbeiningum.
Varan er framleidd
samkvæmt gildandi reglugerðum sem Evrópusambandslöggjöfin nær
yfir, sem takmarkar notkun hættulegra efna í rafmagns- og rafeindatækjum.
FYRIRVARI
Við áskiljum okkur rétt til að leiðrétta allar stafsetningarvillur og áskiljum okkur rétt
til að gera samfelldar breytingar og endurbætur á vörunni og tengdum efnum.
TÆKNILÝSING
Gerð: CKK2076X | CKK2151X
Spenna: 230 V
Tíðni: 50 Hz
Afl: 600 W / 1000 W
Rúmtak: 0,75 l / 1,5 l
Lengd snúru: 70 cm