47
CKK2076X | CKK2151X
IS
NOTKUN
FYRIR FYRSTU NOTKUN
1. Fjarlægðu allar umbúðir frá tækinu. Haltu plastpokum fjarri börnum.
2. Þrífðu alla hluti kaffisuðuvélarinnar vandlega með því að fylgja leiðbeiningunum
í „Viðhald“.
3. Helltu upp á einu sinni með hreinu köldu vatni (án malaðs kaffis) gegnum tækið
með því að fylgja leiðbeiningunum í kaflanum „Notkun“.
4. Kaffisuðuvélin er hönnuð með stuttri rafmagnssnúru til að koma í veg fyrir að
fólk flækist í eða hrasi um snúruna. Framlengingu má nota ef fyllstu varúðar
er gætt. Ef framlenging er notuð verður merkt málgildi framlengingarinnar að
vera að minnsta kosti jafnmikið og málgildi tækisins (sjá merkiplötu á botni
vörunnar). Framlengingunni verður að vera komið þannig fyrir að hún hangi
ekki yfir brún borðsins eða skenksins; þar sem barn gæti togað í eða hrasað
um snúruna.
NOTKUN
Fjarlægðu lokið, lok kaffiílátsins og
kaffiílátið, sem og dælurörið. Fylltu
kaffisuðuvélina með vatni upp að óskaðri
stöðu. Notaðu kalt vatn til að tryggja
bestan árangur.
Viðvörun:
Ekki fylla með vatni umfram „6 /
0,75 L“ (Helena 2.0) / „12 / 1,5 L“ (Helena
4.1)-merkingarnar. Ef kaffisuðuvélin er yfirfull, þá getur sjóðandi vatn skvest og
valdið brunasárum.
Helltu köldu vatni yfir kaffiílátið. Það hjálpar til að koma í veg fyrir að malað kaffi
festist í götunum á kaffiílátinu. Bættu við óskuðu kaffimagni í kaffiílátið. Dreifðu
kaffinu jafnt.
Mikilvægt:
Notaðu eingöngu kaffi sem er sérstaklega ætlað til notkunar í
kaffisuðuvélinni. Kaffi sem malað er fínna gæti síast niður gegnum götin á
kaffiílátinu.
Settu dælurörið og kaffiílátið í kaffisuðuvélina þannig að botninn á rörinu passi vel
inn í botninn á kaffisuðuvélinni.
Settu lok kaffiílátsins ofan á kaffiílátið og ýttu loki kaffisuðuvélarinnar ofan á
kaffisuðuvélina.
Tengdu orkustöðina við innstungu og staðsettu samsettu kaffisuðuvélina á
orkustöðina.
Ýttu á aflrofann til að hefja uppáhellingu. Rauða gaumljósið glóir og uppáhelling
hefst innan nokkurra sekúndna.
Viðvörun:
Hætta er á brunasárum ef þú opnar lokið meðan á uppáhellingu stendur.
Vertu viss um að uppáhellingunni sé algjörlega lokið áður en þú fjarlægir lokið.
Þegar uppáhellingu er lokið glóir græna gaumljósið til að gefa til kynna að kaffið
sé tilbúið. Kaffisuðuvélin fer í halda heitu ham og slekkur á sér eftir um það bil 30
mínútur (30 mínútur er samtals tíminn í uppáhellingu og halda heitu ham). Ýttu