46
CKK2076X | CKK2151X
IS
• Sjálfvirkur slökkvibúnaður: Þessi eiginleiki þýðir að kaffisuðuvélin slekkur á
sjálfri sér 30 mínútum eftir að þú hefur uppáhellingu. Ef þú fjarlægir könnuna
frá orkustöðinni, slekkur hún á sér. Settu könnuna aftur á orkustöðina og ýttu
á aflrofann til að hefja nýtt ferli til að halda heitu í 30 mínútur.
• Þurrsuðuvörn: Ef kaffisuðuvélin er sett í gang án þess að vatn sé inni í henni,
þá fer þurrsuðuvörnin í gang og slekkur sjálfvirkt á kaffisuðuvélinni.
• Lok: Vel áfast lokið tryggir öryggi þegar þú hellir kaffinu.
• Kaffiílátið: Geymir malað kaffi.
• Dælurör: Kemur vatninu sjálfvirkt úr könnunni í kaffiílátið meðan á uppáhellingu
stendur.
• Stútur: Hannað til að hella án
þess að leki út fyrir.
• Handfang: Notandavæn
hönnun til að hella á
auðveldan hátt.
• Orkustöð: Orkustöðin
helst köld til að koma í
veg fyrir hitaskemmdir á
borðum og skenkum –
engin yfirborðsvernd er
nauðsynleg þegar þú setur
kaffisuðuvélina í orkustöðina.
Orkustöðin nýtist líka til
að geyma snúruna; snúðu
snúrunni í botni stöðvarinnar
til að halda henni stuttri
meðan hún er í geymslu.
• Gaumljós: Rauða gaumljósið gefur til kynna að uppáhelling er í gangi. Græna
gaumljósið gefur til kynna að uppáhellingu er lokið og kaffisuðuvélin er í halda
heitu hami. Ef engin gaumljós loga þá er slökkt á kaffisuðuvélinni.
VÖRUEIGINLEIKAR