43
CKK2076X | CKK2151X
IS
málspennan á merkiplötunni samsvari spennunni
á rafkerfinu (merkiplatan er staðsett á botni
vörunnar).
• Til að minnka hættuna á rafstuði:
Ekki fjarlægja
hlífina. Það eru engir hlutir inni í tækinu sem
notandi getur gert við sjálfur. Eftirláttu allt viðhald
til þjónustuaðila.
• Viðgerðir á raftækjum skulu ávallt vera í höndum
hæfs starfsfólks. Viðgerðargalli getur sett
notandann og tækið í alvarlega hættu.
• Ekki nota tækið ef rafmagns- klóin eða snúran
eru skemmd, eftir bilun eða eftir að tækið hefur
fallið eða skemmst á einhvern hátt. Slíkt getur
hugsanlega leitt til rafstuðs/líkamsáverka og
eignatjóns.
• Ef rafmagnssnúran er skemmd verður
framleiðandinn að skipta um hana, eða
þjónustuaðili framleiðandans eða annar hæfur
einstaklingur, til að fyrirbyggja hættu.
• Aftengdu ekki tækið frá rafkerfinu með því að
toga í snúruna, taktu frekar í klóna. Annars
geturðu valdið skemmdum á snúrunni og
tækinu.
• Ekki leyfa snúrunni að hanga fram yfir borðbrún
eða skenkbrún eða snerta heita fleti.
• Ekki ýta hlutum inn í nein op þar sem slíkt getur
valdið skemmdum á tækinu og/eða leitt til
rafstuðs.
• Ekki nota tækið í neinum öðrum tilgangi en
tilætluð notkun þess segir til um.