91
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
NOTKUN
Snertistjórnborð
Þetta stjórnborð bregst við snertingu, þannig að þú þarft ekki að
ýta fast.
Ýttu með efsta hluta fingursins, en ekki bara bláenda fingursins.
Þegar hnappurinn er virkjaður heyrist píp.
Passaðu að stjórnborðið sé alltaf hreint og þurrt og að það séu
ekki neinir hlutir settir ofan á það (til dæmis áhöld eða tuskur).
Jafnvel örlítið vatn getur gert það að verkum að erfitt er að nota
stjórnborðið.
Ekki nota eldunaráhöld með skemmdum brúnum eða kúptum/
íhvolfdum botni.
Gakktu úr skugga um að botninn á eldunaráhaldinu sé sléttur,
að hann liggi alveg flatur til móts við glerborðið og að hann
sé af sömu stærð og hitasvæðið. Settu eldunaráhöld alltaf á
miðjuna á hitasvæðunum.
Lyftu eldunaráhaldinu alltaf af keramikhellunni – ekki draga það
(glerborðið getur rispast).
Byrjað að elda
Þegar helluborðið er farið í gang pípir einu sinni og það
kviknar á öllum gátljósum í 1 sekúndu (þetta gefur til kynna að
spanhelluborðið er í reiðuham).
Þrýstu á ON/OFF
Allar ljósdíóður sýna (-).
Settu hentugt eldunaráhald á
hitasvæðið sem þú vilt nota.
Passaðu að botninn á
eldunaráhaldinu og yfirborðið á
hitasvæðinu séu hrein og þurr.
Stilltu hitann með því að þrýsta á (-)
eða (+).
Ef þú velur ekki hitastillingu
innan 1 mínútu slokknar á
keramikhelluborðinu með
sjálfvirkum hætti.
Til að setja í gang aftur byrjar þú á
skrefi 1.
Þú getur breytt hitastillingunni
hvenær sem er á meðan eldmennskunni stendur.
Þrýstu á einhvern af þessum hnöppum til að hækka eða lækka
hitann.
Eldamennsku lokið
Slökktu á hitasvæðinu með því að lækka hitann niður í (0) eða
með því að þrýsta á (-) og (+) samtímis.
Slökktu á öllu keramikhelluborðinu með því
að þrýsta á ON/OFF.