UM ÞESSA VÖRU
eakin
®
-pokar eru notaðir til að safna því sem kemur úr stóma. Grunnplatan sem tengd er við
pokann er ætluð til að festa við órofna umhverfishúð.
Notkunartími getur verið breytilegur milli sjúklinga.
eakin
®
mjúkir kúptir pokar geta hentað inndregnum, skolunar eða öðrum krefjandi stómum
aðeins eftir mati frá sérfræðingum.
eakin
®
forskornir pokar geta hentað fyrir stóma með reglulegri lögun og stærð. Eakin tilskurðarpoka
er hægt að skera til eftir þörfum.
Til frekari öryggis er hægt að nota stómabelti. (Vöruval getur verið annað í þínu landi).
VIÐVARANIR OG VARÚÐARRÁÐSTAFANIR
Vinsamlega hafðu samband við heilbrigðisstarfsmann ef þú finnur fyrir ertingu, roða eða
óþægindum í húð þar sem varan hefur verið notuð. Ef þú finnur fyrir ertingu, roða eða óþægindum
í húð á meðan á notkun stendur, vinsamlega fjarlægðu vöruna samstundis og hafðu samband
við heilbrigðisstarfsmann. Ekki nota á rofna húða eða opin sár.
Endurnotkun á einnota vörum getur haft í för með sér hættu vegna smits og skerðingar á virkni
vörunnar.
Húðviðloðun og notkunartími getur minnkað við hækkandi hita eða rakastig eða ef grunnplatan
er færð til eftir fyrstu ásetningu.
AÐRAR UPPLÝSINGAR
Geymið flatt í umbúðunum við herbergishita á milli 10° og 30° C. Frystið ekki.
eakin
®
tekur enga ábyrgð á meiðslum eða öðru tjóni en kann að verða ef þessi vara er notuð á
annan hátt en í samræmi við núverandi ráðleggingar eakin
®
.
Tilkynna skal öll alvarleg atvik í tengslum við notkun þessa tækis til framleiðanda og lögmæts
yfirvalds í því landi sem notkunin á sér stað. Alvarlegt atvik er alvarleg versnun heilsu eða dauði
sjúklings.
eakin
®
pouches/ eakin
®
‘pelican pouches™’: flatir og
mjúkir kúptir stómipokar
IS
27