44
Takk fyrir að velja Tsurumi sökkvanlega dælu
Til að reipi möguleika tækisins til fullnustu ættir þú að lesa eftirfarandi atriði fyrir notkun, en það eru nauðsynlegt öryggis og
áreiðanleika vegna.
FYRIR NOTKUN
1. Tekið úr umbúðum og skoðun
a) Lyftið eða hengið dæluna upp á handföngunum, aldrei á rafmagnskapli.
b) Kannið upplýsingar á nafnskilti til að tryggja að um rétta tækið sé að ræða.
c) Kannið hvort dælan hafi hlotið skemmdir við flutning.
2. Aflgjafi
a) Tryggið að spenna og straumur passi fyrir dæluna; rafstöðvar geta valdið ónákvæmni hvað þetta varðar.
b) gangið úr skugga um að aflgjafi sé skoðaður af rafvirkja, aðallega til að kanna ástand og góða jarðtengingu.
VARÚÐ:
GANGSETJIÐ ÞESSA DÆLU EKKI FYRR EN HÚN ER VEL
JARÐTENGD ÞAR SEM RAFLOST GETUR VALDIÐ
ALVARLEGUM MEIÐSLUM.
UPPSETNING OG REKSTUR
a) Festið reipi við dæluna. Staðsetjið dæluna á traustum, rúmgóðum, láréttum fleti eða festið hana upp á handföngunum
með reipi. Aldrei má lyfta eða hengja dæluna á kaplinum. Ef dælan fær að grafa sig í sand eyðileggst hún.
ATHUGASEMD: LSC dæluna þarf að fylla með vatni áður en hún er gangsett.
VARÚÐ: NOTIÐ EKKI RAFMAGNSSNÚRUNA TIL AÐ LYFTA DÆLUNNI.
ÁVALLT SKAL FESTA FESTISNÚRUNA VIÐ DÆLUHANDFANGIÐ.
b) Tryggið að rafmagnsinnstungur séu fyrir ofan mögulegt vatnsborð og fjarri dælunni og útrennsli hennar
(slöngu eða röri), til að koma í veg fyrir raflost eða skammhlaup.
c) Þegar framlenging á kapli er notuð verður hún að vera af fullnægjandi stærð til að forðast spennufall
í snúrunni sem gæti valdið því að mótorinn brynni úr sér.
Veljið viðeigandi þykkt vírs og lágmarkslengd á framlengingunni til að valda ekki spennufalli.
Ef upp kemur vafamál skal hafa samband við skrifstofu Tsurumi eða þann söluaðila Tsurumi
sem er næstur þér.
ATHUGASEMD: ÞEGAR FRAMLENGING Á RAFMAGNSSNÚRU ER NOTUÐ SKAL FORÐAST AÐ SÖKKVA
SAMSKEYTUM SNÚRUNNAR Í VATNIÐ TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR RAFLOST
d) Notið dæluna ekki í sundlaugum, baðkerum eða öðrum laugum sem fólk dvelur í, til að koma í veg fyrir slys.
e) Notið dæluna ekki þar sem er andrúmsloft sem inniheldur eldfimar gastegundir eða í vatni sem inniheldur eldfima
vökva eða gas. Notið dæluna ekki í vökva sem gæti haft áhrif á efnin í dælunni. Notið OM(A) tegundirnar ekki í
vatni sem inniheldur sand.
f) Forðist að láta dæluna dæla lofti, slíkt hitar hana og getur stytt líftíma hennar.
g) Notið dæluna ekki þannig að mótorhlutinn sé á lofti yfir vatnsborðinu. Forðist líka að nota dæluna í vatni sem er heitara
en 40°C, annars mun mótorinn ofhitna og líftími dælunnar styttist.
h) Mótorinn er stilltur þannig að það slokknar á honum ef hann tekur inn of mikið vatn eða hann ofhitnar, svo kviknar á
honum aftur þegar hann kólnar. Ef orsök truflunarinnar er ekki lagfærð slokknar stöðugt á mótornum og
dælan skemmist. Algengustu ástæður skemmda eru of mikið af föstu efni í vatninu og of lág spenna (eða ónákvæm
tíðni frá rafstöð).
i) Hikið ekki við að setja ykkur í samband við Tsurumi söluaðila til að biðja um ráð.
ATHUGASEMD: FÓLK SEM HEFUR EKKI TIL ÞESS LEYFI SKAL EKKI TAKA Í SUNDUR EÐA SETJA
SAMAN DÆLUNA ÞAR SEM SLÍKT GETUR LEITT TIL SLYSA OG VALDIÐ SKERTRI
VINNSLUGETU EÐA SKEMMDUM Á MÓTOR
VIÐHALD
a) Dælan þín (nema gerð OM(A)) ræður vel við gruggugt vatn. Gerðir LB og HS uppfylla kröfur sem gerðar eru til bestu
dæla af stærri gerðinni. Forðist að dæla miklu magni sands. Hafið í huga að dælan eyðileggst ef hún fær að grafa sig í
jörðina.
b) Skiljið ekki að óþörfu við dæluna þar sem hún verður fyrir tæringu. Hreinsið hana og geymið á þurrum stað þegar hún er
ekki í notkun til lengri tíma.
c) Ef fjarlægja þarf hvirfil eða pakkhús skal kalla til vélvirkja.
d) Aldrei skal opna mótor, ekki einu sinni af rafvirkja, fyrir utan verkstæði. Mælingu á einangrun, samfelldni og
snúningsmótstöðu er hægt að gera frá enda kapalsins.
e) Þrátt fyrir smæð þeirra er mikilvægt að LB og HS dælur séu áreiðanlegar, þær þurfa t.d. að vernda mikilvægan vélbúnað
eða dýrmætan varning fyrir flóðum. Þess vegna skal athuga að minnsta kosti einu sinni á ári eða eftir hverjar 3.000