76
Promask / Promask 2
Komið nýrri skífu fyrir. Þrýstið varlega niður á topp disksins til að hann sitji rétt (mynd F).
Skipt um skífur á innöndunarventli
Fjarlægið ventlaslætið úr gúmmíi með því að ýta því út með fingrinum innan úr grímunni (mynd
G).
Skiptið um skífu (setjið endann gegnum miðgatið innan í grímunni) (mynd H).
Komið ventilsætinu aftur fyrir neðst í ventilhólknum (mynd J). Ýtið ekki of fast (skífan er óvirk) því
hún þarf að fá rými til að hreyfast.
Skipt er um ventlaskífurnar á innri grímunni á sama hátt (mynd X). Gætið þess að gúmmíkanturinn
á innri grímunni falli í grópina á ventlasætinu.
Skipt um talhimnu
Fjarlægið innri grímuna í kringum talhimnuna (mynd K).Þrýstið klemmunni til að fjarlægja
talhimnuna (myndir L-M). Til að auðvelda samsetninguna er gott að væta O-hringinn með vatni.
Þrýstið talhimnunni á sinn stað.Komið innri grímunni fyrir á ný.
Skipt um sylgju á festibandi
Þrýstið sylgjunni fram á við (mynd N).
Haldið sylgjunni og snúið endanum úr gúmmíi í gegnum opið að hinum enda sylgjunnar (myndir
O-P) (sylgjan snýst um 180˚).
Fjarlægið sylgjuna (mynd Q).
Setjið saman í öfugri röð.
Skipt um innri grímu
Fjarlægið fyrst ventlasæti innöndunarventilsins með því að ýta því út með fingrinum innan úr
grímunni (mynd G).
Opnið gatið á festihring innri grímunnar varlega með skrúfjárni (gegnum opið fyrir
innöndunarventilinn) þar til festihringurinn losnar (mynd R).
Fjarlægið innri grímuna (mynd S).
Við samsetningu, komið grópinni á festihringnum fyrir við endann á útöndunarventlinum (mynd
T) og þrýstið innri grímunni á sinn stað.
Skipt um hlífina fyrir talhimnurásinni
Losið skrúfurnar (Torx) og fjarlægið hlífina (myndir U-V).
Komið nýrri hlíf fyrir og gætið þess að hlífin sé yfir fremri brúninni á talhimnurásinni.
Festið hlífina með skrúfunum.
Þrif
Fjarlægið
síu/síur, ventla, gleraugnaumgjörð, talhimnu og innri grímu. Einnig loftslöngu ef hún er
til staðar.
Hreinsið andliststykkið og hluta þess með rökum klút eða svampi, með volgu vatni og mildum
sápulegi (hlutlaus pH 6-8) (t.d. uppþvottalegi). Nota má bursta á erfiða bletti (gætið þess að rispa
ekki andlitshlífina).
Notið ekki leysiefni (t.d alkóhól, asetón, terpentínu), heitt vatn eða bleikingarefni (perbórat,
perkarbónat).
Sótthreinsun
Að loknum þrifum þarf að sótthreinsa innra byrði/þéttikantinn við andlit með sótthreinsunarvökva
(t.d. Scott Trigene), skola og láta þorna. Setjið síðan grímuna saman á ný.
Geymsla
Geymið ekki böndin í stöðugri strekkingu (bönd við háls, ennisbönd, hvirfilband). Efnið í þeim
gerur slaknað.
Geymið í skjóli fyrir sólarljósi við -10...+50°C og við rakastig (RH) lægra en 75% (ef um lokaðar
síur er hámarks rakastig 95%). Gríma sem er geymd á réttan hátt er í góðu ástandi í langan
geymslutíma.
Содержание PROMASK
Страница 1: ...PROMASK PROMASK 2 2026787 B 10 2014 0086 AS NZS1716 2012 Lic SMK1214 SAI Global ТР ТС 019 2011 ...
Страница 10: ...8 Promask Promask 2 4 1 4 2 4 3 4 4 4 5 4 6 4 7 Promask Promask2 5 2 Fig A Fig B ...
Страница 11: ...Promask Promask 2 9 Fig C 5 3 Fig D Fig E Fig F Fig X Inner mask disc Fig H Fig J Fig G 5 4 ...
Страница 12: ...10 Promask Promask 2 5 5 Fig M Fig K Fig L 5 6 Fig N Fig O Fig P Fig Q 5 7 Fig R Fig S Fig T 5 8 Fig U Fig V ...