133
Microlife BP W1 Basic
IS
9. Öryggi, viðhald, nákvæmnismæling og förgun
m
Öryggi og eftirlit
Fylgið leiðbeiningunum fyrir notkun. Þetta skjal inniheldur mikil-
vægar notkunar- og öryggisupplýsingar varðandi tækið. Vinsam-
legast lesið skjalið vel fyrir notkun tækisins og geymið til að hafa
til hliðsjónar síðar.
Þetta tæki má eingöngu nota í þeim tilgangi sem lýst er í þessum
bæklingi. Framleiðandi ber enga ábyrgð á skemmdum af völdum
rangrar notkunar.
Í tækinu er viðkvæmur tæknibúnaður og því ber að sýna gætni við
notkun þess. Fylgdu þeim leiðbeiningum um geymslu og notkun
sem fram koma í kaflanum «Tæknilýsing».
Handleggsborðinn er viðkvæmur og fara verður gætilega með
hann.
Blástu handleggsborðann ekki upp nema að honum hafi verið
komið rétt fyrir á handlegg.
Notaðu tækið ekki ef þú heldur að það sé bilað eða ef þú tekur eftir
einhverju óvenjulegu.
Aldrei má opna þetta tæki.
Lestu nánari öryggisupplýsingar í bæklingnum.
Niðurstaða mælingar með þessu tæki er ekki greining. Mælingin
kemur ekki í veg fyrir þörfina að fá ráðgjöf frá lækni, sérstaklega ef
hún passar ekki við einkenni sjúklings. Ekki treysta einungis á
niðurstöðu mælingar, hafðu alltaf í huga önnur hugsanleg eink-
enni og viðbrögð sjúklings. Að hringja í lækni eða sjúkrabíl er
ráðlagt ef þess þarf.
Gættu þess að börn handfjatli ekki tækið án eftirlits; sumir
hlutar þess eru það litlir að hægt er að gleypa þá. Hafa skal í
huga hættu á köfnun ef þessu tæki fylgja snúrur eða slöngur.
m
Frábendingar
Til að koma í veg fyrir ónákvæmar mælingar eða áverka má ekki nota
þetta tæki ef eftirfarandi frábendingar eru til staðar.
Tækið er ekki ætlað til blóðþrýstingsmælinga hjá börnum yngri en
12 ára (börn, smábörn eða ungbörn).
Ef marktækar hjartsláttartruflanir eru til staðar meðan á mælingu
stendur getur það truflað mælinguna og haft áhrif á áreiðanleika
hennar. Ef um slíkt er að ræða skal fá ráðleggingar hjá lækni um
hvort tækið hentar til notkunar.
Við blóðþrýstingsmælingar er notuð mansetta með þrýstingi. Ekki
má mæla blóðþrýsting með tækinu ef um eftirfarandi er að ræða á
þeim handlegg sem mældur er: Áverki (t.d. opið sár) eða verið er
að gefa t.d. lyf eða vökva í æð á viðkomandi handlegg.
Ef sjúklingur hreyfir sig meðan mæling stendur yfir getur það
truflað ferlið og haft áhrif á niðurstöður.
Содержание BP W1 Basic
Страница 140: ...138 ...