Rafhlöður eða pakkingar fyrir rafhlöður eru merktar í samræmi við Evróputilskipun
2006/66/EB hvað varðar rafhlöður og rafgeyma og förgun þeirra. Í tilskipuninni er sett
fram regluverk fyrir skil og endurvinnslu á notuðum rafhlöðum og rafgeymum eins og
við á innan Evrópusambandsins. Þetta merki er sett á mismunandi tegundir rafhlaðna
til að gefa til kynna að ekki megi fleygja þeim heldur endurnýta í lok endingartíma eins
og tilskipunin kveður á um.
Í samræmi við tilskipun 2006/66/EB eru rafhlöður og rafgeymar merkt til að gefa til
kynna að safna eigi þeim sérstaklega og endurvinna við lok endingartíma. Merkið á
rafhlöðunni má einnig innihalda efnatákn fyrir þau málmefni sem rafhlaðan inniheldur
(Pb fyrir blý, Hg fyrir kvikasilfur og Cd fyrir kadmíum). Notendur rafhlaðna og rafgeyma
mega ekki fleygja rafhlöðum og rafgeymum í almennt óflokkað sorp heldur nota þau
söfnunarúrræði sem í boði eru til að skila, endurvinna og meðhöndla rafhlöður og
rafgeyma. Þátttaka neytenda er mikilvæg til að draga úr mögulegum áhrifum rafhlaðna
og rafgeyma á umhverfið og heilsu fólks vegna mögulegrar tilvistar hættulegra efna.
Fyrir viðeigandi söfnun og meðhöndlun, sjá http://www.lenovo.com/recycling
Upplýsingar um endurvinnslu á rafhlöðu fyrir Evrópusambandið
140