Upplýsingar um viðhald og þjónustu
Eftirfarandi upplýsingar lýsa tæknilegri aðstoð sem er í boði fyrir vöruna, á ábyrgðartíma
eða allan líftíma vörunnar. Sjá
takmarkaða ábyrgð Lenovo
(LLW) varðandi fullar skýringar
á ábyrgðarskilmálunum. Sjá „tilkynningu varðandi takmarkaða ábyrgð Lenovo“ síðar í
þessu skjali varðandi atriði um fulla ábyrgð.
Tæknileg aðstoð á netinu
Tæknileg aðstoð á netinu er tiltæk allan endingartíma vörunnar á:
http://www.lenovo.com/support
Tæknileg aðstoð í síma
Hægt er að fá aðstoð og upplýsingar hjá notendaþjónustu í gegnum síma. Áður en haft
er samband við fulltrúa tækniþjónustu Lenovo skaltu vinsamlegast hafa eftirfarandi
upplýsingar tiltækar: gerð og raðnúmer, nákvæmt orðalag villuboða ef einhver eru og
lýsingu á vandamálinu.
Fulltrúi tækniþjónustu gæti viljað fara í gegnum vandamálið á meðan þú ert við tækið
meðan á símtali stendur.
Símanúmeralisti yfir notendaþjónustu Lenovo um allan heiminn
Mikilvægt:
Símanúmer geta breyst án fyrirvara. Nýjasti símanúmeralistinn
notendaþjónustu er ávallt tiltækur á: http://www.lenovo.com/support/phone
Ef símanúmerið fyrir þitt land eða svæði er ekki á listanum skaltu hafa samband við
söluaðila Lenovo eða markaðsfulltrúa Lenovo.
Upplýsingar varðandi ábyrgð
Tilkynning um
takmarkaða ábyrgð Lenovo
Þessi vara stjórnast af skilmálum um takmarkaða ábyrgð Lenovo, útgáfu
L505-0010-02 08/2011. Þú getur lesið takmarkaðra ábyrgð Lenovo á
http://www.lenovo.com/warranty/llw_02. Hægt er að lesa takmarkað ábyrgð Lenovo á
fleiri tungumálum á þessari heimasíðu. Ef þú getur ekki skoðað LLW-skjalið á
vefsvæðinu, hafðu þá samband við skrifstofu Lenovo á staðnum eða söluaðila til að fá
prentaða útgáfu af LLW-skjalinu.
137