4
Íslensk
a
Einstakir hlutir blandarans
Þessi blandari var hannaður og framleiddur
samkvæmt gæðastöðlum KitchenAid með
það fyrir augum að endast um langa framtíð.
Öflugur mótor
Sterkbyggður 0,9 hestafla mótor gefur aflið til
að skila frábærum árangri.– frá því að mauka
sósur til þess að gera bitastætt salsa, eða mylja
á nokkrum sekúndum könnu af ís eða frosnum
ávöxtum fyrir silkimjúkan smoothie-drykk.
Auðþrífanleg, sambyggð hönnun
Sambyggða hönnunin samþættar hagnýta
könnu og kraftmiklar innri línur sem beina
matnum stöðugt að blaðinu fyrir hraða,
nákvæma blöndun. Sambyggða hönnunin
þýðir einnig að hægt er að þrífa könnuna, án
þess að fjarlægja blaðið og aðra hluta. Kannan
þolir miklar sveiflur í hitastigi – frá sjóðandi
súpum til frosinna margaríta og er með
víðan stút til að tryggja að hægt sé að hella
snurðulaust.
Kanna úr pólýkarbónat-plasti
(Staðalbúnaður)
Heil, glær, kanna úr pólýkarbónat-
plasti, með 1,75 L rúmtaki, þolir
högg, rispur og bletti. Handfang
könnu er með mjúkt innra grip
svo hún rennur ekki og takið
er þétt og þægilegt.
Glerkanna (Valkostur)
Endingargóð, 1,5 L heil glerkanna
þolir rispur, bletti og kemur í veg
fyrir langvarandi lykt.
Kanna úr ryðfríu stáli (Valkostur)
Endingargóð, 1,75 L heil kanna
úr burstuðu ryðfríu stáli, með
handfangi, er óbrjótanleg og
getur tekist á við erfiðustu
blöndunarverkefni.
Ryðfrítt stálblað einkaleyfisverndað
Beittir blaðgaddar af yfirstærð eru staðsettir
á fjórum mismunandi flötum fyrir hraða,
nákvæma og stöðuga blöndun. Endingargóð
blaðhönnunin er innbyggð í könnuna, sem
auðveldar meðhöndlun og þrif.
Intelli-Speed™ mótorstýring
Vönduð Intelli-Speed™ stýring vinnur sjálfvirkt
að því að viðhalda stöðugum hraða – jafnvel
gegnum þéttleikabreytingar þegar hráefnum er
bætt út í. Þessi þrautreynda KitchenAid hönnun
heldur besta blöndunarhraða fyrir hvert einstakt
matargerðarverkefni og hverja stillingu.
Hraðavalshnappar
Búðu til frosna drykki og maukaðar sósur eða
súpur á nokkrum sekúndum. Blandaðu af
öryggi, á öllum hraðastillingum. HRÆRA
(
)
,
SAXA
(
)
, BLANDA
(
),
MAUKA
(
)
og KREISTA
(
)
. PÚLS
(
)
hamurinn vinnur
með öllum fimm hröðunum. MYLJA ÍS
(
)
hamurinn er sérstaklega ætlaður til að mylja ís
og titrar sjálfvirkt með breytilegu millibili til að
ná bestu útkomu.
Soft Start™ aðgerð
Mótor blandarans fer hægt í gang til að draga
mat að blaðinu og eykur síðan snögglega
hraðann upp að valinni hraðastillingu. Þetta
tækniatriði dregur úr höggi við gangsetningu
og gerir þér kleift að hafa hendurnar frjálsar.
Clean Touch™ stjórnborð
Tekur augnablik að þurrka af því. Slétt
stjórnborð hefur engar rifur eða sprungur sem
hráefni getur farið í.
Endingargott stálstyrkt tengi
Öflugt tengi með 12 samlæsandi tönnum
býður upp á beina tilfærslu mótorafls til
blaðsins. Tengi könnu er húðað til að skapa
hljóðlátari vinnslu.
Þétt lok með glærri, 60 ml mælihettu
Býður upp á örugga þéttingu. Sveigjanlegt
lokið heldur þéttingunni allan endingartíma
blandarans. Lokinu fylgir laus 60 ml hetta til
hægðarauka við mælingu og ísetningu hráefna.
Steypt málmundirstaða
Þetta sterka mótorhús tryggir stöðuga,
hljóðláta vinnslu þegar blönduð er full kanna
af hráefnum. Fjórir gúmmífætur á breiðri
gegnheilli undirstöðu veita grip án þess að
renna til eða spilla fyrir. Auðvelt er að þrífa
mótorhúsið sem er slétt og ávalt og með
snyrtilega snúrugeymslu undir.