IS-2
Notkun hettunnar
•
Rífið upp innsiglaðan pokann til að ná hettunni út (mynd 1).
•
Smeygið hettunni yfir höfuðið á meðan haldið er um síuna í annarri hendi til að staðsetja innri grímuna rétt.
•
Teygjubandið sér til þess að innri gríman setjist á réttan stað (mynd 2)
•
Farið af menguðu svæði eins fljótt og hægt er án þess að flýta ykkur og andið eðlilega.
•
Áður en farið er á hættusvæði, athugið með skemmdir á pokanum og hvort innsiglið sé á.
•
Passið að hár flækist ekki á milli andlits og innri grímu. Stærð og andlitsfall notandans, s.s. skegg, djúp ör, bartar o.fl. hafa áhrif á innsigli innri grímunnar.
•
Andið rólega og eðlilega.
•
Fjarlægið ekki síubúnaðinn fyrr en mengað svæði hefur verið yfirgefið.
•
Þegar hettan hefur verið fjarlægð, gerið allar nauðsynlegar ráðstafanir til að forðast innöndun ryks eða efnaleifa utan á búnaðinum.
•
Eftir notkun er skylt að skipta um síu og koma hettunni aftur fyrir í loftþéttum álpoka.
•
Notið ekki hettuna ef umbúðir eru ekki loftþéttar. Sjá viðhaldsleiðbeiningar.
•
Breytið aldrei hettunni.
Eftir notkun
•
Takið OPENGO af ykkur.
•
Hreinsið grímuna.
Förgun
Öndunarsíum skal ávallt farga með hættulegum úrgangi í samræmi við gildandi lög og reglur.
Tæknilegar upplýsingar
Mál:
28 x 16 x 10 cm
Þyngd:
710 g
Hámarkslíftími:
12 ár (með síuskiptum eftir 6 ár ef búnaðurinn hefur ekki verið notaður).
TÍÐNI VIÐHALDS OG SKOÐUNAR
_______________________________________________________________________________________________________________________
Viðhald skal aðeins framkvæmt af HONEYWELL RESPIRATORY SAFETY PRODUCTS eða viðurkenndum aðilum sem hafa fengið þjálfun hjá HONEYWELL RESPI-
RATORY SAFETY PRODUCTS.
Viðhald skal framkvæmt:
•
Eftir notkun búnaðarins við undankomu.
•
Eftir að búnaðurinn hefur verið opnaður fyrir slysni.
•
Eftir 6 ára geymslu.
Í öllum tilvikum skal búnaðinum fargað að 12 árum liðnum.
Hafið samband við HONEYWELL RESPIRATORY SAFETY PRODUCTS til að biðja um viðhald eða fá upplýsingar um næstu viðhaldsstöð.
AÐSTOÐ OG ÞJÁLFUN
__________________________________________________________________________________________________________________________________
Allur búnaður HONEYWELL RESPIRATORY SAFETY PRODUCTS krefst lágmarkshæfni í notkun viðeigandi búnaðar.
Þjálfunarnámskeið geta verið haldin nálægt viðskiptavinum eða í húsnæði viðskiptavinar.
Allt efni námskeiða í viðhaldsþjálfun OPENGO er fáanlegt sé um það beðið.
Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við tæknilega aðstoð HONEYWELL RESPIRATORY SAFETY PRODUCTS.
TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR FRAMLEIÐANDA
_____________________________________________________________________________________________________________
OPENGO ber staðlaða ábyrgð HONEYWELL RESPIRATORY SAFETY PRODUCTS. Í samræmi við leiðbeiningar framleiðandi skal skoðun viðhald OPENGO aðeins
framkvæmt af viðurkenndu fagfólki sem hefur hlotið þjálfun og samþykki tæknideildar okkar. Notið aðeins varahluti frá framleiðandi og farið ávallt að reglum um
skoðun og viðhald sem settar eru fram í þessum leiðbeiningum.
SAMÞYKKI______________________________________________________________________________________________________________________________________________
Vara er í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2016/425/ESB um persónuhlífar, með síðari breytingum.
ESB-gerðarprófun samkvæmt aðferðareiningu B í persónuhlífareglugerðinni er framkvæmd af tilkynntri stofu númer 0158:
DEKRA EXAM GmbH - Dinnendahlstraße 9
44809 Bochum - ÞÝSKALAND
Framleiðsluferlið sem byggir á gæðatryggingu gerðarsamræmis eins og hún er sett fram í aðferðareiningu D í persónuhlífareglugerðinni er undir eftirliti tilkynntrar
stofu númer 0082:
APAVE SUDEUROPE SAS - CS60193
13322 MARSEILLE Cedex 16 - FRANCE
Gerðarsamræmisyfirlýsinguna í heild má finna á: https://doc.honeywellsafety.com/