IS-1
IS
MIKILVÆGT
ÞESSAR LEIÐBEININGAR ERU FYRIR ÞJÁLFAÐ OG REYNT STARFSFÓLK SEM ER VANT AÐ NOTA ÖNDUNARBÚNAÐ.
HONEYWELL RESPIRATORY SAFETY PRODUCTS eru sífellt að bæta vörur sínar og þeim getur verið breytt án fyrirvara. Því er ekki hægt að gera upplýs
-
ingar, skýringarmyndir og lýsingar í þessu skjali að ástæðu til að krefjast skipta á búnaði.
Að hafa þessar leiðbeiningar undir höndum veitir ekki sjálfkrafa heimild til þess nota öndunarbúnaðinn; aðeins viðeigandi þjálfun gerir manni kleift að
fara að öryggisreglum. HONEYWELL RESPIRATORY SAFETY PRODUCTS gengst ekki við neinni ábyrgð ef ekki er farið að ráðleggingum í þessu skjali.
Innrammaðar ráðleggingar hafa eftirfarandi þýðingu:
MIKILVÆGT
Sé ekki farið að innrömmuðum leiðbeiningum getur það valdið alvarlegum skemmdum á búnaðinum og stofnað notandanum í hættu.
ATHUGIÐ
Sé ekki farið að innrömmuðum leiðbeiningum getur það leitt til rangrar notkunar og skemmda á búnaði.
VERNDAR- OG NOTKUNARFLOKKAR ___________________________________________________________________________________________________________________
OPENGO síubúnaður með hettu fyrir undankomu má aðeins nota í neyðartilvikum og skal ekki nota samfellt í meira en 15 mínútur. Hann ver augu og öndunarfæri.
Hann er hannaður í fullu samræmi við staðalinn DIN 58647-7 fyrir 15 mínútna ending (við 0,25% styrk eiturefna í lofti).
Þessi tími getur verið styttri við meiri styrk eiturefna í lofti, eða efni með lágt suðumark.
Síurnar eru einnota.
NOTKUNARSKILYRÐI ___________________________________________________________________________________________________________________________________
•
Ef vafi leikur á um hvort búnaðurinn henti til tiltekinnar notkunar, hafið samband við birgi fyrir frekari upplýsingar.
•
Notið búnaðinn aldrei í lengri tíma (s.s. til að vinna verk).
•
Búnaðurinn veitir ekki vörn gegn kolmónoxíði eða súrefnisskorti (styrkur súrefnis í lofti má ekki fara undir 17%).
•
Búnaðurinn veitir ekki vörn gegn lofttegundum með lágt suðumark.
•
Búnaðurinn er aðeins hannaður til einnar notkunar í styttri tíma.
LÝSING Á OPENGO-HETTU
_____________________________________________________________________________________________________________________________
Hettan samanstendur af:
•
Tauklæddri hettu.
•
Víðri hjálmgrímu.
•
ABEKP15 sía veitir vörn gegn:
Ƕ
Lífrænum lofttegundum með suðumarki yfir 65°C (s.s. leysiefnum).
Ƕ
Ólífrænum lofttegundum (s.s. klór, vetnissúlfíði).
Ƕ
Brennisteinssýruanhýdríði (brennisteinssýru).
Ƕ
Ammóníaki.
Ƕ
Eitruðum úða og ryki.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR ___________________________________________________________________________________________________________________________
Notkunarleiðbeiningar
•
Viðurkenndur notandi öndunarbúnaðar.
•
Reynsla og þjálfun í notkun öndunarbúnaðar.
•
Regluleg og viðeigandi þjálfun í samræmi við notkun.
•
Kynnið ykkur gildandi öryggiskröfur fyrir tilgreinda notkun.
Notið OPENGO einungis til rýmingar.
Forskoðun
•
Lesið allar leiðbeiningar fyrir notkun öndunarbúnaðarins og geymið skjalið.
•
Gangið úr skugga um að búnaðurinn sé ekki skemmdur.
Geymsla
•
Hámarksgeymslutími er 12 ár ef geymt í upprunalegum og heilum umbúðum og viðhaldi á 6 ára fresti.
•
Við lok 12 ára tímabilsins er nauðsynlegt að hettan sé yfirfarin af HONEYWELL RESPIRATORY SAFETY PRODUCTS eða öðrum viðurkenndum aðila.
•
Geymið ekki við hitastig undir -20°C eða yfir +50°C eða í rakamettuðu lofti yfir 90 %.
•
Geymið hettuna fjarri beinu sólarljósi og ryki í upprunalegum eða innsigluðum umbúðum.
Hreingerning óopnaðs OPENGO
•
Strjúkið yfir búnaðinn með rökum klút með sápu ef með þarf (setjið OPENGO ekki undir rennandi vatn).
•
Þurrkið búnaðinn vandlega áður en hann er settur aftur í geymslu.