92
IS
VARÚÐAR OG ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
LESIÐ VINSAMLEGAST
NOTANDALEIÐBEININGARNAR OG ALLAR ÞÆR
UPPLÝSINGAR SEM MEÐ FYLGJA TÆKINU (EF
EINHVERJAR FYLGJA) VEL ÁÐUR EN AÐ TÆKIÐ
ER TEKIÐ TIL NOTKUNNAR.
1.
Notið þröngan og teygjanlegan vinnufatnað /
öryggisklæðnaður ætti ávallt að vera notaður.
Hann á að passa fyrir notkunina og má ekki hindra
vinnu (langar buxur eða samfestingur).
Öryggisskó, vinnuvettlinga, öryggishjálm,
andlitshlíf, öryggisgleraugu til að hlífa augum,
eirnartapar eða annarskonar heyrnarhlífar eiga að
vera notaðar.
2.
Fyllið eldsneytisgeyminn á öruggum stað.
Opnið eldsneytislokið varlega þannig að
yfirþrýstingur falli varlega og að eldsneyti skvettist
ekki upp úr eldsneytisgeyminum. Áður en að
tækið er aftur tekið til notkunar verður að hreinsa
tækið frá eldsneytisrestum eða olíu. Gangsetið
mótorinn í að minnsta kosti 3m fjarlægð frá þeim
stað sem að fyllt var á eldsneytisgeyminn vegna
brunahættu.
3.
Slökkvið á mótornum,
þegar að tækið er lagt til
hliðar eða ef að vinna á að tækinu.
4.
Athugið að allar skúfur, boltar og festingar
séu fastar og vel hertar. Einungis má nota
tækið ef það er í góðu og öruggu
ásigkomulagi.
Notið tækið alls ekki ef það er ekki
rétt stillt eða ekki rétt og örugglega samansett.
5.
Haldið handföngum ávallt þurrum
, hreinum og
lausum við eldsneytisblöndu.
6.
Geymið tækið á öruggum stað og hlífið því
við opnum eldi, hita, neistum,
gashiturum,
þurrkurum, olíuofnum, ljósavélum og svo
framvegis.
7.
Haldið mótornum lausum við óhreinindi.
8.
Einungis nægjanlega þjálfað fólk og fullorðnir
mega nota þetta tæki, stilla og lagfæra.
9.
Notendur með öndunarörðuleika
og fólk sem
að vinnur í mjög rykugu umhverfi ætti að nota
góðar rykgrímur. Hægt er að kaupa pappírsgrímur
í byggingavöruverslunum.
10.
Notið tækið einungis á leyfilegum tímum
. Ekki
seint á kvöldin eða mjög snemma á morgnana
þegar að það truflar annað fólk. Athugið
vinsamlegast reglugerðir sem að eru mismunandi
eftir stöðum.
11.
Látið tækið ganga eins rólega og hægt er þó
nægilega hratt til þess að vinna það verk sem að
unnið er að.
12.
Losið tækið við óhreinindi með bursta og
kíttisspaða áður en að það er notað.
13.
Ef að unnið er í rykmiklu umhverfi, bleytið þá
yfirborðið.
14.
Notið alla blástursframlenginguna
, þannig að
loftblásturinn sé nálægt jörðinni.
15.
Athugið hvort að börn eða dýr séu í nánd og
hvort að gluggar séu opnir og svo framvegis
og blásið óhreinindum á öruggann hátt í burtu.
FORÐIST
VARÚÐ:
Notið einungis það eldsneyti sem að mælt er
með í notandaleiðbeiningunum (sjá kaflann: Eldsneyti
og olíur). Notið alls ekki eldsneyti sem ekki er blandað
saman við tvígengisolíu. Það getur eyðilagt tækið og
þar með fellur öll ábyrgð úr gildi.
1.
Reykið ekki,
á meðan að fyllt er á eldsneyti eða á
meðan að tækið er í notkun.
2.
Notið tækið aldrei án hljóðkúts
og rétt áfestri
öryggishlíf.
3.
Haldið höndum og öðrum líkamshlutum fjarri
útblástursröri og kveikiþráð.
4.
Tækið blæs út eitruðu lofti,
um leið og að
mótorinn er kominn í gang, vinnið þá alls ekki inni í
lokuðu eða illa loftræstu rými.
5.
Beinið tækinu aldrei að öðru fólki,
dýrum,
húsum, farartækjum, gluggum eða þessháttar á
meðan að
blásið
er! Tækið getur kastað út litlum
hlutum á mjög miklum hraða.
6.
Notið tækið
aldrei án blástursrörshlífar til þess að
komast í veg fyrir snertingu á blæstri.
7.
Leggið heitan mótorinn alls ekki í nánd við
eldfim efni/hluti.
8.
Notið tækið ekki í langan tíma í einu, takið
reglulega pásur inn á milli.
9.
Notið tækið alls ekki undir áhrifum áfengis
eða annarra lyfja.
VARÚÐ:
Öll breyting á tækinu og, eða ef að hlutir eru
teknir af því, leiðir til þess að öll ábyrgð á tækinu fellur
niður.
10.
Notið tækið aldrei í nánd við eldfima vökva
eða gas, hvorki utandyra né innandyra.
Afleiðingar geta verið sprenging og/eða eldur.
11.
Klæðist ekki klæðnaði, trefli, byndi né
skartgripum sem að sogast geta í sogrörið.
Sítt hár ætti að vera fest og tryggt (til dæmis með
húfu, hjálmi eða þessháttar).
12.
Fyllið aldrei eldsneytisgeyminn
á meðan að
mótorinn er í gangi.
Anleitung GLB 800 B_SPK7:Anleitung BLS 3200_SPK1 15.03.2007 14:21 Uhr Seite 92