16
Notkunarleiðbeiningar
Undirbúningur fyrir notkun:
A Ýtið læsingunni til vinstri til þess að losa skolvatnsgeyminn (6) frá skolpvatnsgeyminum (7).
B Snúið affallsrörinu (9) upp á við og setjið hreinsiefni fyrir skolpvatnsgeyminn út í, annað hvort ENSAN GREEN
eða ENSAN BLUE. Fylgið leiðbeinginum um magn á brúsanum. Bætið síðan tveimur lítrum af hreinu vatni á
geyminn.
C Skrúfið lokið (10) á affallsrörið (9). Snúið síðan affallsrörinu aftur í upphafsstöðu. Setjið báða hluta salernisins
aftur saman með því að þrýsta á skolvatnsgeminn.
D Fyllið skolvatnsgeyminn með fersku vatni (16 lítrar að hámarki).
Setjið ENSAN RINSE frá Enders út í. Fylgið leiðbeiningum um magn á brúsanum.
Notkun:
E Opnið rennilokuna (8) einu sinni og lokið aftur, en gætið þess að salernissetan (1) og salernislokið (2) séu niðri
á meðan. Með þessu er ofþrýstingi létt af.
F Notið dæluna (5) til að skola salernið með hreinu vatni. Opnið rennilokuna (8) til þess að hleypa innihaldi salerni-
sins niður í skolpvatnsgeyminn (7). Lokið síðan rennilokunni aftur. Magnvísirinn (13) gefur til kynna hvort tæma
þurfi skolpvatnsgeyminn (grænt=tómur / rautt=fullur).
G Takið salernið af og tæmið skolpvatnssgeyminn á stað, þar sem slíkt er heimilt (eða í venjulegt vatnssalerni).
H Tæmið skolpvatnsgeyminn út um affallsrörið (9). Ýtið á sturtuhnappinn (11) meðan á tæmingu stendur til að
forðast að vatnið skvettist (ýtið þó aðeins á hnappinn meðan affallsrörið snýr niður).
Notið ekki venjulegan salernispappír, því hann gæti stíflað affallsrörið. Notið þess í stað “ENSAN-WC-Papier” frá
Enders.
Notkun að vetri til:
Notist einungis í upphituðu umhverfi. Verjið gegn frosti!
Geymsla og þrif:
Gætið þess að salernið sé hreint og þurrt þegar það er ekki í notkun. Smyrjið rennilokuna.
Hreinlætisvörur:
Hreinlætisvörur frá Enders tryggja auðvelda notkun ferðasalernisins. Með þeim er dregið úr óþægilegri lykt og
gasmyndun, auðveldara verður að taka “MOBIL-WC DELUXE” ferðasalernið í sundur og endingartími þess lengist.
Ábyrgð:
Við veitum tveggja ára ábyrgð á því að ferðasalernið virki eins og til er ætlast.
Forsenda ábyrgðargreiðslu er að salernið hafi hlotið eðlilega meðferð og kaupdagsetning sé skjalfest.
Engin ábyrgð er tekin á breytingum sem kunna að hafa verið gerðar á lit eða búnaði salernisins.
IS
1. Salernisseta, sem taka má af
2. Salernislok, sem taka má af
3. Lok á skolvatnsgeymi
4. Salernisskál
5. Dæla
6. Skolvatnsgeymir (tekur 16 lítra)
7. Skolpvatnsgeymir (tekur 19 lítra)
8. Renniloka
9. Snúanlegt affallsrör
10. Lok fyrir affallsrör
11. Sturtuhnappur
12. Handfang
13. Magnvísir fyrir skolpvatnsgeymi
14. Niðurskol (sturtun)
15. Læsing
16. Flutningshjól
Leiðbeiningar um uppsetningu og notkun á MOBIL-WC DELUXE Vörunr. 4950 03 2010
Monterings- og bruksanvisning MOBIL-WC DELUXE art.nr. 4950 status 03 2010
4950_Campingtoilette_Manual_14_Sprachen_030310.indd 16
03.03.10 13:46
Содержание MOBIL-WC DELUXE
Страница 2: ...2 3 2 1 4 5 6 4950_Campingtoilette_Manual_14_Sprachen_030310 indd 2 03 03 10 13 46 ...
Страница 3: ...3 15 3 5 10 9 8 7 11 12 16 14 13 4950_Campingtoilette_Manual_14_Sprachen_030310 indd 3 03 03 10 13 46 ...
Страница 4: ...4 A C 1 2 3 B D 4950_Campingtoilette_Manual_14_Sprachen_030310 indd 4 03 03 10 13 46 ...
Страница 5: ...5 E G F H 4950_Campingtoilette_Manual_14_Sprachen_030310 indd 5 03 03 10 13 46 ...