Öryggisupplýsingar og viðvaranir
Örugg notkun
1. Veldu stað nálægt vegginnstungu en í öruggri fjarlægð frá
vatni.
2. Gakktu úr skugga um að vinnuborðið sé þurrt og hitaþolið.
3. Gakktu úr skugga um að fjarlægðin á milli hliða tækisins og
veggsins/skápsins sé að lágmarki 5 cm (tækið getur orðið
heitt við notkun).
4. Passaðu að rafmagnssnúran snerti ekki tækið. Passaðu
líka að börn geti ekki náð í rafmagnssnúruna.
5. Gakktu úr skugga um að tækið sé staðsett í öruggri
fjarlægð frá brúninni á vinnuborðinu og þannig að börn nái
ekki í það.
6. Það má ekki staðsetja þetta tæki undir veggskáp.
7. Taktu alla hluti af eldunarhellunni og bíddu þangað til hún
hefur kólnað áður en þú færir hana til.
8. Passaðu að eldunaráhöldin séu staðsett á miðjunni á
hellunum og að handföngin séu fyrir innan brúnina á tækinu.
9. Farðu varlega þegar þú notar olíu eða feiti. Fylgstu með
allan tímann þegar eldamennska er í gangi og passaðu að
ekkert ofhitni.
10. Þegar maturinn er tilbúinn snýrð þú hnappinum á
0-stillinguna.
11. Taktu klóna á eldunarhellunni úr vegginnstungunni að
lokinni notkun.
12. Ekki skilja tækið eftir án eftirlits ef börn eru nálægt.
13.
Ekki staðsetja tækið nálægt eldfimum hlutum (til dæmis
fataefni eða gardínum).
14. Börn eða fólk með skerta heyrn/sjón, skerta andlega eða
líkamlega getu eða án reynslu/þekkingar mega aðeins
nota tækið undir eftirliti eða samkvæmt leiðbeiningum frá
einstaklingi sem tekur ábyrgð á öryggi þeirra. Hafðu alltaf
eftirlit með börnum og passaðu að þau leiki sér ekki með
tækið.
IS
18
CKP1121V & CKP1223V