92
93
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
Passaðu þig að snerta ekki heita
yfirborðsfleti.
Táknið (H) birtist á hitasvæðinu þegar það er
orðið
of heitt til að snerta það. Táknið hverfur þegar yfirborðið hefur
kólnað það mikið að það er hættulaust. Hitasvæði sem enn er
heitt er einnig hægt að nota til að hita upp annað eldunaráhald
(á þann hátt sparar þú orku).
Læsa stjórnborði
Hægt er að læsa stjórnborðinu (til dæmis til að koma í veg fyrir
að börn kveiki óvart á hitasvæði).
Þegar stjórnborðið er læst virkar eingöngu ON/OFF aðgerðin.
Læsa stjórnborði:
Þrýstu á lás-táknið
. Tímamælirinn sýnir (Lo).
Aflæsa stjórnborði:
Gakktu úr skugga um að búið sé að kveikja á
keramikhelluborðinu.
Þrýstu á lás-táknið
í nokkrar sekúndur.
Þegar helluborðið er læst er allur stjórnbúnaður á því
óvirkur (fyrir utan ON/OFF). Þú getur alltaf slökkt á
keramikhelluborðinu með því að þrýsta á ON/OFF í
neyðartilvikum (til að framkvæma aðrar aðgerðir verður þú að
aflæsa helluborðinu fyrst).
Notkun á stýringu fyrir tvískipt hitasvæði
• Þessa aðgerð er einungis hægt að nota á hitasvæði 4.
• Innra svæði tvískipta hitasvæðisins (A) er hægt að nota eitt og
sér og svæði (B) er hægt að nota á sama tíma.
Tvískipta hitasvæðið virkjað
Stilltu á þá orkustillingu sem þú óskar eftir (1–9)
(innra hitasvæðið fer í gang).
Þrýstu á stýringuna fyrir tvískipta hitasvæðið einu sinni til að
velja svæði (B).
Það kviknar á einni ljósdíóðu fyrir ofan stýringuna á tvöfalda
eldunarsvæðinu.
Stöðumerki fyrir eldunarham sýnir á víxl (=) og ( ).
Slökkt á tvískipta hitasvæðinu
Þegar hitasvæði 4 er stillt á svæði (B) þrýstir þú einu sinni
á
til að fara aftur á svæði (A) (það slokknar á tvöfalda
hitasvæðinu).
Þegar slokknar á tvískipta hitasvæðinu sýnir stöðumerkið fyrir
eldunarham .
Ath!
Einungis hitasvæði 4 er með tvískipt hitasvæði.
Þú getur stillt hitann á milli 1 og 9.
Einungis hitasvæði 4 getur verið með tvö svæði virk á sama
tíma.
Tímamælir
Þú getur notað tímamælinn á tvo ólíka vegu:
a) sem mínútuteljara (í þessu tilfelli slokknar ekki á neinu
hitasvæði þegar tíminn sem er stilltur er liðinn).
b) til að slökkva á einu eða fleiri hitasvæðum (þegar tíminn sem
er stilltur er liðinn).
Hægt er að stilla tímamælinn á að hámarki 99 mínútur.
Tímamælir – yfirlit
Nota tímamæli sem mínútuteljara
Ef þú velur ekki neitt hitasvæði
Passaðu að búið sé að kveikja á keramikhelluborðinu og
að kveikt sé á að minnsta kosti einu hitasvæði jafn lengi og
tímamælirinn er stilltur á. Það slokknar á helluborðinu sjálfvirkt
til að spara orku ef ekkert hitasvæði er valið.
Breyttu stillingunni á tímamælinum með (-) eða
(+). Gátljós fyrir mínútuteljara byrjar að blikka á
tímamælinum.
Mínútuglugginn sýnir
fjölda mínútna
Tíma-stýring
Содержание CKH2662S
Страница 20: ...20 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 36: ...36 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 52: ...52 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 68: ...68 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 84: ...84 2021 Elon Group AB All rights reserved...