Öryggi - ÍSLENSKA
111
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.
VIÐVÖRUN!
•
Hreinsið fitusíuna úr málmi a.m.k. á 2 vikna fresti þegar birtist viðvörun um að hreinsa þurfi hana. Hætta
er á eldsvoða vegna fitu sem sest í fitusíuna úr málmi.
•
Notið tækið aldrei án fitusíunnar úr málmi.
VIÐVÖRUN!
Hreinsið ekki virku kolefnissíuna eða vatnsgeyminn í uppþvottavél. Þvoið vatnsgeyminn með mjúkum klút í
sápuvatni. Ekki er hægt að hreinsa virku kolefnissíuna en skipta þarf um hana þegar þess gerist þörf.
VARÚÐ!
•
Ekki nota gufuhreinsi til að hreinsa tækið.
•
Ekki nota þurra klúta, svampa sem geta rispað, efni sem krefjast núnings til að hreinsa yfirborð
helluborðsins. Ágeng hreinsiefni sem innihalda sand, sóda, sýru eða klór og önnur óviðeigandi fljótandi
hreinsiefni geta einnig skaðað yfirborðið.
•
Notið aldrei ágeng og/eða svarfandi hreinsiefni eins og svarfandi uppþvottasvampa eða blettahreinsa
vegna þess að yfirborð tækisins getur orðið fyrir skemmdum og upplitast. Notið hreinsiefni og verndandi
efni sem framleiðandinn mælir með.
•
Ekki nota óhóflega virk, súr eða alkalísk hreinsiefni.
•
Ekki nota hreinsiúða beint á tækið.
•
Ekki vera með eldfima hluti og/eða skraut á tækinu.
•
Eignatjón getur orðið vegna hluta sem falla af fitusíunni úr málmi. Fjarlægið síuna gætilega með báðum
höndum.
•
Ekki setja vatnsgeyminn í uppþvottavél.
•
Bíðið alltaf eftir því að tækið kólni áður en hreinsað er.
Förgun
Fargið umbúðum á umhverfisvænan hátt. Með því setja umbúðir í endurvinnslu, samkvæmt reglum lands
og staðar er hægt að draga úr notkun hráefna og magni úrgangs í landfyllingum.
Þetta tæki er merkt í samræmi við Evróputilskipun 2012/19/ESB, rafmagns- og rafeindatækjaúrgangur
(WEEE). Táknið á tækinu eða á umbúðum þess gefur til kynna að ekki skuli meðhöndla það sem
heimilisúrgang. Í staðinn skal afhenda það til viðeigandi söfnunarstöðvar fyrir endurvinnslu rafmagns- og
rafeindatækjaúrgangs.
Með því að tryggja rétta förgun tækisins hjálpar þú við að koma í veg fyrir mögulega neikvæðar afleiðingar
fyrir umhverfið og heilsu manna, sem að öðrum kosti gætu orðið vegna óviðeigandi meðhöndlunar úrgangs
vegna þessa tækis. Til að fá nánari upplýsingar um endurvinnslu þessa tækis skaltu hafa samband við
viðkomandi bæjaryfirvöld sem sjá um sorphirðu, heimilissorpþjónustu eða verslunina þar sem þú keyptir
tækið.
Содержание CHF5780S
Страница 24: ...24 Installation ENGLISH 2022 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 106: ...106 Lesi etta SLENSKA 2022 Elon Group AB All rights reserved LESI ETTA...
Страница 112: ...112 Fl tibyrjun SLENSKA 2022 Elon Group AB All rights reserved FL TIBYRJUN Fl tibyrjun Fyrir eldun Eldun Eftir eldun...