IS
IS
155
Að skipta um kerfi á meðan þvegið er upp
Það er aðeins hægt að breyta um þvottakerfi í upphafi þess (þegar aðeins lengra er komið í þvottakerfinu er
uppþvottaefnið losað út og dælir þvottavatni). Ef þú stöðvar þvottakerfið síðar þarf að endurræsa uppþvottavélina og setja í
uppþvottaefnishólfið á ný. Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan til að endurræsa uppþvottavélina:
1.
Þrýstu á Start/hlé-happinn til að stöðva uppþvottakerfið tímabundið.
2.
Haltu þvottakerfishnappnum niðri í minnst 3 sekúndur til að stöðva kerfið.
3.
Þrýstu á þvottakerfishnappinn til að velja rétta kerfið.
4. Þrýstu á Start/hlé-hnappinn (eftir 10 sekúndur fer uppþvottavélin í gang).
3 sekúndur
Að bæta við uppþvottinn á meðan þvegið er
Hafir þú gleymt að setja eitthvað í uppþvottavélina er hægt að gera það áður en uppþvottaefnishólfið opnast. Fylgdu
leiðbeiningunum hér að neðan til að gera þetta:
1.
Þrýstu á Start/hlé-happinn til að stöðva uppþvottakerfið tímabundið.
2. Bíddu í 5 sekúndur áður en þú opnar vélina.
3. Settu það í sem á að þvo.
4. Lokaðu vélinni.
5. Þrýstu á Start/hlé-hnappinn (eftir 10 sekúndur fer uppþvottavélin í gang).
Eftir 5 sekúndur
VIÐVÖRUN
Það er hættulegt að opna uppþvottavélina á meðan
þvottakerfi er í gangi (þú getur brennt þig á heitri gufu).