IS
35
CCP1002X
NOTKUN
• Það eru tvær keilur (ein stór og ein lítil).
• Stóra keilan hentar til að pressa stóra sítrusávexti eins og greipaldin og
appelsínur.
• Litla keilan hentar til að pressa litla sítrusávexti eins og sítrónur og límónur.
• Setjið litlu keiluna beint á spindilinn.
• Þegar nota skal stóru keiluna skal fyrst setja litlu keiluna á spindilinn og því
næst skal setja stóru keiluna ofan á þá litlu.
• Gangið úr skugga um að raufarnar í stóru keilunni smella á réttan stað ofan
á flipana á litlu keilunni.
• Dragið stóru keiluna beint upp til að fjarlægja hana frá litlu keilunni.
• Setjið alla hlutina saman og þá keilu sem skal nota.
• Setjið tækið á slétt yfirborð sem auðvelt er að þrífa.
• Dragið rafmagnssnúruna út (í æskilega lengd) úr rafmagnssnúruhólfinu
undir safapressunni.
• Setjið rafmagnsklóna í samband í vegginnstungu (230 V AC, 50 Hz).
VIÐVÖRUN!
Ef ávextinum er ýtt of fast niður á keiluna getur mótorinn stöðvast.
•
Setjið litlu keiluna beint á spindilinn.
•
Setjið stóru keiluna á litlu keiluna þegar stóra keilan skal notuð.
•
a) Ef þú vilt safna safanum í safahylkið skaltu beina stútnum upp á við
(svo að hann lokist).
•
b) Ef þú vilt að safinn renni niður í glas skaltu beina stútnum niður á við
(svo að hann opnist) og setja glas undir hann.
•
Skerið sítrusávöxt í sundur í miðjunni og ýtið öðrum helmingnum niður
á keiluna. Safapressan byrjar sjálfkrafa að snúast þegar ávextinum
er ýtt á keiluna. Safapressan hættir sjálfkrafa þegar hætt er að ýta
ávextinum á keiluna. Keilan skefur af allt ávaxtakjötið og pressar út
allan ávaxtasafann. Safinn rennur í gegnum síuna (sem safnar saman
öllu ávaxtakjötinu og steinum) og niður í safahylkið - safinn er tilbúinn til
framreiðslu.
•
Ýtið ávextinum oftar á keiluna (með þessum hætti næst mesta
mögulega magn safans úr ávextinum).
EFTIR NOTKUN
• Takið tækið úr sambandi við vegginnstunguna.
• Takið í burtu keilur, safahylki og spindil frá tækinu og þrífið hlutana.
ÁBENDINGAR
• Safa úr sítrusávexti má innbyrða beint (ef geyma skal safann má ekki gera
það í málmíláti).
• Það er mjög gott að blanda ólíkum gerðum af sítrussafa.
Prófið til dæmis að blanda appelsínusafa og sítrónusafa – mjög bragðgott
og algjör C-vítamín sprengja!
• Mjög gott er að blanda ferskpressuðum safa í drykki.
Содержание CCP1002X
Страница 7: ...7 CCP1002X...
Страница 13: ...13 CCP1002X...
Страница 19: ...19 CCP1002X...
Страница 25: ...25 CCP1002X...
Страница 31: ...FI 31 CCP1002X...
Страница 37: ...IS 37 CCP1002X...