35
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
ELVITA BLANDARI
Lestu þessar notkunarleiðbeiningar vandlega áður en blandarinn er tekinn í notkun.
Geymdu notkunarleiðbeiningarnar til framtíðarbrúks síðar meir til að koma í veg fyrir ranga
notkun eða líkamsskaða.
Blandarinn verður í textanum sem á eftir kemur kallaður „tækið“.
ALMENNAR ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
• Tækið má eingöngu tengja við jarðtengda innstungu með
rafspennu upp á 220–240 V 50/60 Hz.
• Börn mega EKKI nota tækið. Geymið tækið, rafmagnssnúru
og aukahluti þar sem börn ná ekki til þeirra.
• EKKI skilja börn eftir án eftirlits nálægt tækinu.
• Leyfið börnum aldrei að leika sér með tækið.
• Einstaklingar með skerta líkamlega, skynjunarlega eða
andlega getu eða sem skortir reynslu og þekkingu geta
notað tækið, ef þeir eru undir eftirliti og fá leiðbeiningar um
örugga notkun tækisins og skilji þær áhættur sem í henni
felast.
• Staðsetja skal tækið á sléttum, þurrum fleti innandyra og
fjarri hitagjöfum.
• Ekki dýfa tækinu ofan í vatn eða svipaða vökva, t.d. þegar
verið er að þvo það.
• Ekki toga í rafmagnssnúruna til að taka tækið úr sambandi
við rafmagn þar sem það getur skemmt snúruna; taktu
í klóna þegar þú tekur það úr sambandi. Ef einhverjar
skemmdir eru á rafmagnssnúrunni eða tækinu má alls
ekki nota það heldur skal láta gera við það á viðurkenndu
þjónustuverkstæði.
• Ef tækið er notað í öðrum tilgangi en það er ætlað
fyrir, eða ef það er notað án þess að farið sé eftir
notkunarleiðbeiningunum þá er notandinn ábyrgur fyrir
afleiðingunum af því.
Ábyrgðin og skilaréttur falla úr gildi ef tækið skemmist vegna
rangrar notkunar.
Содержание CBB1004X
Страница 41: ...41 2021 Elon Group AB All rights reserved...