
48
AIR
IS
ÞRIF OG VIÐHALD
1. Slökktu á vifturofanum og taktu hana úr sambandi við rafmagn áður en viftan er
þrifin.
2. Þurrkaðu af plasthlutum hennar með tusku eða rökum svampi vættum í mildu
hreingerningaefni. Þurrkaðu vandlega. Ekki dýfa viftunni ofan í vatn!
3. Taktu viftuna í sundur með því að fara eftir samsetningarleiðbeiningum í öfugri röð.
Við mælum með því að þú geymir umbúðirnar til flutninga síðar eða til að geyma
viftuna.
ENDURVINNSLA EFNIS
Farga skal umbúðapappír og bylgjupappa til pappírsendurvinnslu.
Farga skal plastþynnum, PE-pokum og öðrum plastumbúðum til
plastendurvinnslu.
AÐ FARGA VÖRU AÐ LOKNUM LÍFTÍMA
Hvernig farga skal rafmagns- og rafeindabúnaði (gildir um ESB-
lönd og önnur Evrópulönd sem komið hafa á fót endurvinnsluskipulagi)
Sé vara eða umbúðir merktar með þessu tákni má ekki farga þeim með
venjulegu heimilissorpi. Skilaðu vörunni inn á móttökustöð til endurvinnslu
á rafmagns- og rafeindabúnaði. Komdu í veg fyrir neikvæð áhrif á heilbrigði fólks og
umhverfis með því að endurvinna vöruna á réttan hátt. Endurvinnsla stuðlar að því
að vernda auðlindir jarðar. Hafðu samband við yfirvöld í héraði, endurvinnslustöðvar
sorps eða seljanda vörunnar ef þú vilt fá nánari upplýsingar um það hvernig flokka skal
vöruna við afhendingu sorps.
Þessi vara uppfyllir kröfur í ESB-tilskipun um rafsegulsviðssamhæfi og rafmagnsöryggi.