|
Wallbox eMH3 –
Fyrirhuguð notkun
158
Fyrirhuguð notkun
Wallbox eMH3 er tilvalin lausn þegar setja á upp hóp hleðslustöðva á bílastæðum fyrirtækja eða hótela.
Hún er fáanleg með einum („single“) eða tveimur hleðslustöðum („twin“) og í sjálfstæðri („standalone“)
eða „master/slave“-útfærslu auk þess sem hægt er að velja á milli útfærslu með hleðslusnúru eða
hleðslutengli. Wallbox eMH3 er einnig fáanleg í pakka með bakvinnslulausnunum frá reev sem einfalda
umsjón með hleðslum og kostnaðarútreikning til muna.
ATHUGIÐ
Stillingamöguleikar
Frekari upplýsingar um stillingu og notkun Wallbox eMH3 í sjálfstæðri útfærslu, í hópuppsetningu og
með bakvinnslu er að finna í ítarlegu
uppsetningarhandbókinni
(sjá „Tæknilegar viðbótarupplýsingar“
Upplýsingar um uppsetningu og notkun
Í þessu skjali er fjallað um helstu atriði sem tengjast notkun Wallbox eMH3.
Faglærður rafvirki skal sjá um að setja Wallbox eMH3 upp og taka hana í notkun: Fjallað er um
uppsetningu hleðslustöðvarinnar í sérstakri
uppsetningarhandbók
sem hægt er að nálgast sem PDF-
skjal á vefsíðunni
www.ablmobility.de
(sjá einnig „Tæknilegar viðbótarupplýsingar“ á bls. 166).
Notandi
Rafvirki
Notendahandbók (þetta skjal)
Tæknilegar viðbótarupplýsingar
Upplýsingablöð
Uppsetningarhandbók
Öryggisupplýsingar
Hætta
Hætta vegna rafspennu
Sé ekki farið eftir öryggisupplýsingunum í þessari handbók eða þær virtar að vettugi, getur það leitt til
raflosts, eldsvoða, alvarlegs líkamstjóns og/eða dauða.
Lesið allar öryggisupplýsingar vandlega.
Fylgið ávallt öllum öryggisupplýsingum!
Gætið að eftirfarandi atriðum:
Lesið þessar leiðbeiningar vandlega.
Farið eftir öllum ábendingum og fylgið öllum leiðbeiningum.
Geyma skal þessar leiðbeiningar á öruggum stað sem alltaf er hægt að komast að: Allir sem nota
vöruna verða að geta nálgast efni leiðbeininganna, einkum öryggisleiðbeiningarnar.
Ekki má setja vöruna upp nálægt rennandi vatni eða vatni sem skvettist eða á svæðum þar sem hætta
er á flóðum.
Íslenska