46
47
tónmerki heyrnartólanna, fjórir tónar með breytilegri tíðni.
► Þrýstu snöggt á Bluetooth-hnappinn til að tengja símtal við heyrnartólin. Tónmerki staðfestir að símtalið sé nú
tengt.
► Haltu hnappinum niðri lengur en tvær sekúndur til þess að hafna samtalinu. ATH! Umhverfishávaðadeyfingin er mest
þegar hljóðneminn á heyrnartólunum er hafður örfáa mm frá munnviki!
5. Raddstýrð hringing frá heyrnartólum um tengdan síma
Þessi aðgerð er innbyggð í símtækið og því háð tækinu sem notað er.
► Þrýstu snöggt á Bluetooth-hnappinn og gefðu síðan raddmerkið.
Sum símtæki senda ekki staðfestingarmerki þegar kemur að því að gefa raddmerkið.
6. Endurupphringing með tengdum síma
Þessi aðgerð er eingöngu möguleg með farsímum með handfrjálsu Bluetooth-sniði.
► Þrýstu lengur en tvær sekúndur á Bluetooth-hnappinn til að endurtaka tengingu símtals við WS Alert heyrnartólin.
7. Að flytja símtal í/úr síma
Þessi aðgerð er eingöngu möguleg með farsímum með handfrjálsu Bluetooth-sniði.
► Þrýstu lengur en tvær sekúndur á Bluetooth-hnappinn og símtalið flyst yfir í símann. Eigi að flytja símtalið til baka í
WS Alert heyrnartólin er þrýst snöggt á Bluetooth-hnappinn.
8. Stilling á hljóðstyrk við móttöku
Hægt er að stilla hljóðið í 4 þrepum.
► Snúðu Bluetooth-hnappinum varlega réttsælis til að auka hljóðstyrkinn.
► Snúðu Bluetooth-hnappinum varlega rangsælis til að minnka hljóðstyrkinn.
Tónmerki gefur til kynna að hljóð er í hámarks- eða lágmarksstillingu.
Aðeins er hægt að breyta hljóðstyrk á meðan samtal á sér stað. Síðast valda stilling er vistuð þegar slökkt er.
ATH! Stilltu hljóðstyrkinn þegar unnið er í hávaðasömu umhverfi vegna þess að öll viðvörunarmerki fylgja
hljóðstillingunni!
9. Að rjúfa samtal um tengdan síma
► Þrýstu snöggt á Bluetooth-hnappinn til að ljúka símtali.
Rofið er staðfest með tveggja tóna merki með lækkandi tíðni.
10. Viðvörun um að rafhlaða sé að tæmast
Þegar hleðslan er að tæmast og um 5 mínútur eru eftir af notkunartíma láta heyrnartækin vita með þremur stuttum
tónum með hálfrar mínútu millibili að skipta þurfi um rafhlöður sem fyrst. Ljóstvisturinn logar með rauðu ljósi og það
slökknar sjálfkrafa á heyrnartólunum þegar rafhlaðan tæmist.
11. Vísbending um hve langt tengingin nær
Þegar fyrsta samtenging hefur þegar verið framkvæmd leita heyrnartólin sjálfvirkt að Bluetooth-millistykki eða síma
næst þegar kveikt er á þeim. Þegar Bluetooth-tenging næst heyrast tveir tónar með hækkandi tíðni. Ef ekki er hægt
að viðhalda sambandinu heyrast tveir tónar með lækkandi tíðni. (Ekki er um neinar sjálfvirkar endurteknar tilraunir að
ræða).
Hafi verið farið lengra frá en Bluetooth-tengingin nær eða hún jafnvel rofnað leita heyrnartólin að samtengdu einingunni
í þrjár mínútur. Eftir það eru aðeins gerðar endurtengingartilraunir með 15 mínútna millibili þar til samband næst að nýju
eða þar til heyrnartólin slökkva sjálfkrafa á sér (sjá hér að ofan).
Ef samband næst að nýju heyrast tveir tónar með hækkandi tíðni en ef ekkert samband næst eru heyrnartólin tilbúin til
að ná Bluetooth-sambandi síðar við tengda tækið.
Ef tenging við farsíma rofnar á meðan Bluetooth-tenging er virk verður þó ekki um neinar sjálfvirkar endurteknar
tilraunir að ræða.
Viðvörunarmerkið (tveir tónar með lækkandi tíðni) hverfur sjálfkrafa þegar heyrnartólin fara aftur inn á
samskiptasvæðið.
► Þrýstu snöggt á Bluetooth-hnappinn til að slökkva á viðvörunarmerkinu.
► Þrýstu snöggt á einhvern hnapp á heyrnartólunum til þess að kveikja á viðvörunarmerkinu að nýju, ef við á.
12. Aðrar viðvaranir
GSM-tenging rofnar
Ef símasamband rofnar við netið heyrist viðvörunarmerki í heyrnartólunum með 10 sekúndna millibili.
Handfrjáls búnaður
Ef sambandið byggist á búnaði með handfrjálsu Bluetooth-sniði þýða tveir tónar með lækkandi tíðni að sambandið
hefur rofnað.