106
6. UPPSETNING
6.1. AÐ SKIPTA UM RAFHLÖÐUR
Gættu þess að lesa og skilja innihald 2. kafla.
Öryggisatriði áður en skipt er um rafhlöðu/r.
ProTac heyrnartólin ganga fyrir 2 AA rafhlöðum.
ATHUGASEMD:
Heyrnartólin gefa til kynna með
raddskilaboðum að rafhlaða sé að tæmast.
Aðferð við að skipta um rafhlöður:
J:1 Losaðu krækjuna með fingrum.
J:2 Opnaðu skálina.
J:3 Settu rafhlöður í eða skiptu um þær. Gættu þess að
rafhlöðurnar snúi rétt miðað við merkingar.
J:4 Lokaðu skálinni og læstu með krækjunni.
7. LEIÐBEININGAR UM UPPSETNINGU
Skoðaðu heyrnarhlífarnar fyrir hverja notkun. Séu þær
skemmdar, veldu þér óskaddaðar heyrnarhlífar eða
forðastu hávaðasamt umhverfi.
7.1. HÖFUÐSPÖNG
G:1 Dragðu skálarnar út og hallaðu efri hluta þeirra út því
tengisnúran verður að vera fyrir utan höfuðspöngina.
G:2 Stilltu hæð skálanna með því að renna þeim upp eða
niður á meðan höfuðspönginni er haldið á sínum stað.
G:3 Höfuðspöngin ætti að liggja yfir hvirfilinn eins og
myndin sýnir og þyngd heyrnartólanna ætti að hvíla þar.
7.2. ÚTBÚNAÐARFESTING
G:7 Komdu útbúnaðarfestingunni fyrir í festiraufunum á
útbúnaðinum og smelltu á sinn stað (G:8).
G:9 Vinnustaða: Þrýstu höfuðspangarvírunum inn á við
þar til þú heyrir smell báðum megin. Gættu þess að
skálar og höfuðspangarvírar þrýsti ekki á brún
útbúnaðarins í vinnustöðu þar sem það gæti dregið úr
hljóðdeyfingu eyrnahlífanna.
G:10 Loftræstistaða: Togaðu eyrnaskálarnar út á við uns
þú heyrir smell til þess að stilla heyrnartólin í
loftræstistöðu. Forðastu að leggja skálarnar að
útbúnaðinum (G:11) því það hindrar loftræstingu.
8. LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
8.1. AÐ KVEIKJA OG SLÖKKVA Á
HEYRNARTÓLUNUM
Þrýstu um stund á On/Off/Mode hnappinn (F:9).
Raddskilaboð staðfesta.
8.2. AÐ STILLA HLJÓÐSTYRK FYRIR
UMHVERFISHLUSTUN
Þrýstu á + eða – hnappinn til að stilla hljóðstyrk fyrir
umhverfishlustun. Tækið hefur fimm stig hljóðstyrks, það
lægsta er hljóðlaust.
IS
8.3. HLUSTUN MEÐ 3,5 MM YTRI INNSTUNGU
Tengdu ytra tæki við 3,5 mm innstunguna með 3,5 mm
snúru (seld sér). Stilltu hljóðstyrkinn á ytra tæki.
8.4. AUTOMATIC POWER OFF (SJÁLFVIRKT
SLÖKKT Á TÆKINU)
Það slokknar sjálfkrafa á tækinu eftir fjóra klukkutíma án
notkunar. Tilkynnt er um það með raddskilaboðunum
„Automatic power off“ (slökkt sjálfvirkt) og röð tónmerkja
áður en tækið slekkur á sér.
9. ENDINGARTÍMI VÖRUNNAR
Mælt er með því að þú skiptir tækinu út innan 5 ára frá
því það það var framleitt. Endingartími vörunnar ræðst
mjög af því umhverfi þar sem hún er geymd, notuð,
þjónustuð og viðhaldið. Notandinn þarf að skoða vöruna
reglubundið til þess að skera úr um hvort líftíma hennar
sé lokið. Sem dæmi um vísbendingar um að líftíma
vörunnar sé lokið má nefna:
•
Sjáanlega galla á borð við sprungur, aflögun eða lausa
eða horfna hluta hennar.
•
Þegar notandi finnur fyrir skertri hljóðeinangrun
heyrnarhlífanna eða heyrir undarleg eða óeðlilega
hávær hljóð frá rafrænum hljóðbúnaði þeirra.
ATHUGASEMD:
Rafhlöður varða ekki endingartíma
vörunnar.
10. HREINSUN OG VIÐHALD
•
Skoðaðu ástandið á rafhlöðum vörunnar (sjá mynd
J:3). Skiptu um þær ef vart verður við rafhlöðuleka eða
-galla.
•
Notaðu klút vættan í sápu og heitu vatni til þess að
hreinsa ytri skálar, höfuðspöng og eyrnapúða.
ATHUGASEMD:
EKKI setja heyrnarhlífarnar ofan í vatn.
Ef heyrnarhlífarnar blotna í rigningu eða af svita, skaltu
snúa eyrnahlífunum út, fjarlægja eyrnapúða og frauðfóður
og láta allt þorna áður en þær eru settar saman á ný.
Eyrnapúðar og frauðfóður getur skemmst við notkun og
leita ætti reglubundið að sprungum í þeim og öðrum
skemmdum. 3M mælir með því að skipt sé um frauðfóður
og eyrnapúða að minnsta kosti tvisvar á ári við
reglubundna notkun til þess að tryggja áreiðanlega
hljóðdeyfingu, hreinlæti og þægindi. Skemmist eyrnapúði,
ber að skipta um hann. Sjá kafla um varahluti hér að
neðan.
10.1. AÐ FJARLÆGJA UM EYRNAPÚÐA OG SKIPTA
UM ÞÁ
H:1 Settu fingur undir brún eyrnapúðans og kipptu honum
ákveðið beint út til að fjarlægja hann.
H:2 Fjarlægðu frauðfóður sem fyrir er og settu nýtt í
staðinn.