58
59
IS
3.10.5 Microphone input (tegund hljóðnema)
LiteCom Plus er afhent með dýnamískum hljóðnema (MT7) sem staðalbúnaði. Það er hins vegar líka hægt að nota
talnema (electret-hljóðnema – MT53). Hér er hægt að breyta stillingum hljóðnema. Það er líka hægt að slökkva á hljóðne
-
manum og nota heyrnartólin eingöngu til hlustunar.
Þrýstu á + hnappinn (A:11) eða - hnappinn (A:12) til þess að velja viðkomandi hljóðnema. Raddskilaboð staðfesta allar
breytingar.
3.10.6 Microphone mute (að ytra úttaki)
Þegar PTT-sending er nýtt með innbyggða fjarskiptaviðtækinu, kemur það í veg fyrir að hljóð frá talnema berist í ytra úttak.
Þessi valmynd gerir þér kleift að kveikja eða slökkva á þessari virkni.
Þrýstu á + hnappinn (A:11) eða - hnappinn (A:12) til þess að kveikja eða slökkva á þessari virkni. Raddskilaboð staðfesta
allar breytingar.
3.10.7 External jack level control (styrkstillir fyrir ytra tengi)
Þessi aðgerð heimilar sjálfvirka styrkstillingu fyrir hljóðmerki inn frá ytri búnaði. Þrýstu á + hnappinn (A:11) eða - hnappinn
(A:12) til þess að kveikja eða slökkva á þessari virkni. Raddskilaboð staðfesta allar breytingar.
3.10.8 Menu return (aftur í valmynd)
Ef notandinn þrýstir ekki á neinn hnapp í 7 sekúndur, fara heyrnartólin sjálfkrafa á fyrsta valmyndarstig (umhverfishljóð).
Hægt er að kveikja og slökkva á aðgerðinni í þessari valmynd. Þrýstu á + hnappinn (A:11) eða - hnappinn (A:12) til þess að
velja þá stillingu sem óskað er eftir. Raddskilaboð staðfesta breytinguna.
3.10.9 restore dealer defaults (endurstilling)
Þrýstu á PTT-aukatengishnappinn (A:16) í 2 sekúndur til þess að frumstilla tækið á verksmiðjustillingar. Raddskilaboðin
„restore factory defaults“ (tækið frumstillt á ný) staðfesta þetta.
3.11 PTT (Push-To-Talk, Ýta og tala)
Þrýstu á PTT-hnappinn (A:15) og haltu honum niðri til þess að senda handvirkt út með viðtækinu. Þegar viðtækið sendir
eða tekur á móti, blikkar hnappurinn (A:10) hratt. PTT-sending virkar alltaf, burtséð frá BCLO (upptekin rás læst) og stil-
lingum, (sjá 3.8 VOX og 3.10.1 BCLO).
4. MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR TIL NOTENDA
Mælt er með því að notandi gangi úr skugga um að:
• Heyrnarhlífarnar séu settar upp, stilltar og haldið við í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.
• Heyrnarhlífarnar séu alltaf notaðar í hávaðasömu umhverfi.
• Skoðað sé reglubundið hvort heyrnarhlífarnar nýtist eins og til er ætlast.
Viðvörun!
Sé ekki farið eftir ofangreindum tilmælum, skerðir það mjög verndareiginleika heyrnarhlífanna.
• Ákveðin efnafræðileg efni geta valdið tjóni á vörunni. Nánari upplýsingar fást hjá framleiðanda.
• Heyrnarhlífar og einkum þó eyrnapúðar geta orðið lélegir með tímanum og þá þarf að skoða með reglulegu millibili í leit
að sprungum og öðrum göllum.
• Séu einnota hlífar notaðar getur það haft áhrif á hljóðfræðilega eiginleika heyrnarhlífanna.
• Heyrnarhlífarnar eru búnar styrkstýrðri hljóðdeyfingu. Notandi ætti að kynna sér rétta notkun áður en hún hefst.
Ef hljóð er bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi að leita ráða um viðhald og hvernig skipta á um rafhlöðu í
handbók framleiðanda.
Á eyrnahlífunum er tengi fyrir hljóðtæki. Notandi ætti að kynna sér rétta notkun áður en hún hefst. Ef hljóð er bjagað
eða vart verður við bilun ætti notandi að leita lausna í handbók framleiðanda.
• Farðu að ráðum í handbókinni um viðhald og skipti á rafhlöðum.
Viðvörun!
Afköst tækisins geta minnkað eftir því sem rafhlöðuhleðsla minnkar. Gera má ráð fyrir að rafhlaða í heyrnarhlífum endist í
20 klukkutíma við samfellda notkun.
Viðvörun!
Frálag styrkstýrðrar rásar í þessum heyrnarhlífum gæti farið fram yfir dagleg hávaðamörk.
Viðvörun!
Frálag rafeindarásar í þessum heyrnarhlífum gæti farið fram yfir dagleg hávaðamörk.
Содержание Peltor LiteCom Plus MT7H7*4310-EU Series
Страница 1: ...3M Peltor LiteCom Plus MT7H7 4410 EU MT7H7 4310 EU The Sound Solution ...
Страница 87: ...81 GR ...