60
61
IS
5. VIÐHALD (mynd J)
5.1 Að fjarlægja/skipta um eyrnapúða
(J:1) Settu fingur undir brún eyrnapúðans og kipptu honum beint út.
(J:2) Komdu nýja eyrnapúðanum fyrir með því að þrýsta á uns hann smellur á sinn stað (J:3).
5.2 Hreinlæti
Fjarlægðu eyrnapúðana (A:5) og hljóðdeyfipúðana (A:6) ef þú hefur notað heyrnarhlífarnar um langa hríð eða ef raki hefur
myndast inni í skálunum. Hreinsaðu og sótthreinsaðu skálar, höfuðspöng og eyrnapúða reglubundið með sápu og heitu
vatni. Gættu þess að tryggt sé að sápan geti ekki valdið notandanum skaða. Láttu heyrnarhlífarnar þorna áður en þú notar
þær að nýju. Athugasemd! Ekki setja heyrnarhlífarnar ofan í vatn!
5.3 Geymslu- og notkunarhitastig
Fjarlægðu rafhlöðurnar áður en tækið er sett í geymslu. Geymdu heyrnartólin ekki við meiri hita en +55ºC, (t.d. ofan á
mælaborði í bíl eða í glugga) eða við lægri hita en -40°C. Notaðu ekki heyrnartækin í meiri hita en +55°C eða undir -20°C.
6. SAMRÆMISYFIRLÝSING
WEEE-táknið (raf- og rafeindabúnaður til förgunar):
Neðangreind krafa gildir innan Evrópubandalagsins.
EKKI farga vörunni í óflokkuðu sorpi bæjarfélagsins!
Táknið sorptunna með krossi yfir þýðir að öllum EEE-búnaði (raf- og rafeindabúnaði), rafhlöðum og rafgeymum, skuli
fargað í samræmi við reglur á hverjum stað með því að nýta sér móttöku- og afhendingarstöðvar þar.
7. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
7.1 Hljóðdeyfigildi, SNR (mynd K).
(K:1) Höfuðspöng
(K:2) Hjálmfesting
(K:3) Hálsspöng
7.2 Útskýring á töflum yfir hljóðdeyfingu
1. Tíðni (Hz)
2. Meðalhljóðdeyfing (dB)
3. Staðalfrávik (dB)
4. Ætlað verndargildi (dB)
5. Þyngd
7.3 Útskýringar á töflu um viðmiðunarstig (tafla L)
H=Há tíðnistig
M=Meðalhá tíðnistig
L=Lág tíðnistig
7.4. Útskýring á töflu yfir rafrænan ílagsstyrk hljóðs (tafla M)
Sýnir gildi, dB(A) meðalhljóðþrýstings og staðlaðra frávika í hljóðþrýstingi, dB(A), við tilgreinda spennu, mV RMS.
7.5 Hjálmfestingar fyrir iðnaðaröryggishjálma (tafla N)
Einungis ætti að festa heyrnarhlífarnar á og nota þær með iðnaðaröryggishjálmum á skrá í töflunni.
7.6 Útskýringar á töflu um hjálmfestingar fyrir iðnaðaröryggishjálma
1. Hjálmaframleiðandi
2. Hjálmgerð
3. Hjálmfestingar (mynd O)
4. Höfuðstærðir: S = Lítill, N = Miðlungs, L = Stór
7.7 Útskýringar á töflu um prófanir og vottanir
(P:1) Vara þessi uppfyllir skilyrði sem sett eru í eftirfarandi reglugerðum. Þar af leiðandi uppfyllir varan kröfur um CE-merkingu.
(P:2) Vara þessi hefur verið prófuð og vottuð í samræmi við eftirfarandi staðla.
(P:3) Varan hefur verið prófuð af.
Содержание Peltor LiteCom Plus MT7H7*4310-EU Series
Страница 1: ...3M Peltor LiteCom Plus MT7H7 4410 EU MT7H7 4310 EU The Sound Solution ...
Страница 87: ...81 GR ...