82
403 - 470 MHz
Notandinn ber ábyrgð á að afla sér nauðsynlegra leyfa til að nota fjarskiptabúnaðinn í
3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II tækinu!
I M1 Ex ia I Ma
II 1G Ex ia IIC T4 -20°C ≤ Ta ≤ +50°C Ga
II 1D Ex ia IIIC T130°C Da
Notandinn ber ábyrgð á að ganga úr skugga um að 3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II tækið sé notað í
samræmi við gildandi reglur í umhverfi þar sem sprengjuhætta er!
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN/STILLINGAR
SÉRSTÖK SKILYRÐI FYRIR ÖRUGGRI NOTKUN:
Sé skipt um íhluti í tækinu, getur það rýrt eigið öryggi þess.
Ekki skal taka í notkun tæki úr gölluðum eða skemmdum umbúðum.
Notaðu eingöngu 3M™ Peltor™ ACK08 rafhlöðu.
Skiptu aðeins um rafhlöður þar sem engin hætta er á ferðum!
Hleddu rafhlöðurnar aðeins með til þess gerðum hleðslukapli, 3M™ Peltor™ AL2AH!
VIÐVÖRUN! Sé ekki farið eftir ráðleggingum í handbókinni, getur það komið illa niður á þeirri vernd sem eyrnahlífarnar eiga að gefa.
ON/OFF/MODE
Kveiktu og slökktu á 3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II tækinu með því að þrýsta og halda niðri ON/OFF/MODE hnappinum í um það bil
tvær sekúndur. Raddskilaboð staðfesta að kveikt hefur verið eða slökkt á tækinu. Hægblikkandi ljóstvistur (LED) í hnappinum sýnir að
kveikt er á 3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II tækinu. Þegar tækið er að senda eða taka á móti, blikkar ljóstvisturinn hraðar.
Þrýstu stutt á ON/OFF/MODE (Θ) ) til þess að fara um valmyndina. Þrýstu rólega á hnappinn, eitt skref í senn, til þess að staðfesta
hvert þrep fyrir sig í raddskilaboðum. Ef þú þrýstir hraðar á hnappinn, færðu aðeins staðfestingu með raddskilaboðum vegna þeirrar
aðgerðar þar sem þú stansar.
Síðustu stillingar vistast þegar slökkt er á tækinu.
FARIÐ ÚT ÚR VALMYND (heyrnartól stillt samkvæmt staðli)
Þegar þrýst er hnappinn í fyrsta sinn (mode/up/down) endurtekur það virkt valmyndarstig án þess að breyta stigi/stillingu valmyndar.
Þegar næst er þrýst á hnappinn, breytist stig/stilling valmyndar. 7 sekúndum eftir að síðast var þrýst á hnappinn, fer valmynd aftur á
síðasta stillta valmyndarstig.
SURROUND (hljóðstyrkur umhverfishljóða)
Hægt er að stilla tækið í samræmi við hljóðstyrk hverju sinni. Þegar 3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II tækið er notað sem „virk
heyrnarhlíf“, er hægt að stilla mögnun umhverfishljóða með því að þrýsta á UP (+) og DOWN (–) hnappana. Breytingin er staðfest með
raddskilaboðum. Að jafnaði má velja um 5 styrkstig og að slökkva. Á 5. stigi er hámarkshljóð lækkað niður í um það bil 82 dB, sem gerir
ráð fyrir átta klukkutíma hámarksálagi til þess að vernda heyrn þína.
Einnig er hægt að slökkva á mögnun umhverfishljóða með því að stilla á lægsta hljóðstyrk en það er gert með því að nota DOWN (–)
hnappinn og þrýsta honum niður í um það bil tvær sekúndur. Raddskilaboðin „surround off“ (umhverfishljóð af) staðfesta að slökkt
hefur verið á tækinu.
Viðmiðunarstig eru ytri hávaðamörk þar sem A-veginn hljóðþrýstingur jafngildir 85 dB(A) inni í eyrnaskálunum. Viðmiðunarstigin eru
fáanleg fyrir H, háa tíðni, M, miðlungstíðni og L, lága tíðni í (mynd M).
VIÐVÖRUN!
•
Heyrnarhlífin er útbúin hljóðstigsstýrðri deyfingu. Þú ættir að kynna þér rétta notkun tækisins áður en það er tekið í notkun.
Uppgötvir þú hljóðbrenglun eða galla skaltu kynna þér upplýsingar um viðhald og rafhlöðuskipti.
•
Þessi stilling þýðir að heyrnarhlífin deyfir umhverfishljóðin svo mikið að þau gætu farið framhjá notandanum! Virknin er vakin
á ný með því að þrýsta á UP (+) og þá virkar 3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II tækið á ný sem „virk heyrnarhlíf“ sem takmarkar
hávaðastigið.
•
Afköst tækisins geta minnkað eftir því sem rafhlöðuhleðsla minnkar. Gera má ráð fyrir að dæmigert sé samfleytt hægt að nota
tækið í 10-14 klukkustundir.
•
Úttak frá hljóðstigsstýringu heyrnarhlífanna getur farið yfir daglegt hámark hljóðstyrks.